Lífið

Bretar sáttir við framlag sitt til Evróvisjón

Jade Ewen
Jade Ewen

Bretar eru stoltir af framlagi sínu í Evróvisjón keppninni enda hefur þjóðin ekki náð öðrum eins árangri í sjö ár. Það var söngkonan Jade Ewen sem söng lagið It´s my time sem söngleikjakóngurinn Andrew Lloyd Webber samdi.

Lagið endaði í fimmta sæti.

Fréttamenn götublaðsins The Sun eru í það minnsta stoltir af stúlkunni, sem er þremur árum eldri en Jóhanna Guðrún, eða 21 árs. Blaðamennirnir segja Jade besta framlag Bretanna í langan tíma og spá henni farsælli framtíð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.