Lífið

Ensími spilar Kafbátamúsík

Hljómsveitin Ensími spilar plötu sína Kafbátamúsík á Nasa 11. júní.
Hljómsveitin Ensími spilar plötu sína Kafbátamúsík á Nasa 11. júní.
Fyrstu tónleikarnir í tónleikaröðinni Manstu ekki eftir mér fara fram á Nasa 11. júní. Í tónleikaröðinni koma fram þekktar íslenskar hljómsveitir og flytja sígildar eigin hljómplötur í heild sinni. Hljómsveitin Ensími ríður á vaðið og leikur lög af plötunni Kafbáta­músík sem kom út hjá útgáfufélaginu Dennis árið 1998. Platan hlaut gríðarlega góðar viðtökur þegar hún kom út og fékk Ensími tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. Miðasala á tónleikana er hafin á Midi.is.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.