Lífið

Hrekktu Sveppa og Audda

Útvarpsmennirnir knáu slógu Audda og Sveppa út af laginu með því að hrekkja þá í beinni útsendingu.fréttablaðið/anton
Útvarpsmennirnir knáu slógu Audda og Sveppa út af laginu með því að hrekkja þá í beinni útsendingu.fréttablaðið/anton

Útvarpsmennirnir Styrmir Jónasson og Hrólfur Sturla Rúnarsson, sem stjórna þættinum Upp í loft á Útvarpi Sögu, hafa fengið sig fullsadda af endalausum hrekkjum Sveppa og Audda í gegnum árin. Brugðu þeir á það ráð að láta þá sjálfa finna til tevatnsins með útvarpshrekkjum í beinni útsendingu. Fyrst hrekktu þeir Audda með aðstoð handboltakappans Loga Geirssonar og í síðasta þætti á föstudaginn var röðin komin að Sveppa.

„Okkur langar bara að bögga hann. Hann er alltaf að bögga aðra og það er kominn tími til að hann verði böggaður,“ sagði Styrmir skömmu fyrir Sveppa-hrekkinn. Þegar Auddi var hrekktur þóttist Logi Geirsson vera pabbi Styrmis. Biðluðu þeir til Audda um að hann kæmi fram í barnatíma í sjónvarpinu sem væri í undirbúningi. „Hann var hræddur við Loga en síðan fór hann bara að hlæja. Þetta var eins og hann hefði verið tekinn,“ segir Styrmir og vísar þar í samnefnda sjónvarpsþætti Audda.

Styrmir og Hrólfur, sem eru á tólfta og fjórtánda ári, hafa verið duglegir að hrekkja fólk í þætti sínum. Engu skipti hvort um þekkta eða lítt þekkta einstaklinga er að ræða því hrekkir séu alltaf fyndnir sama hver eigi í hlut. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.