Lífið

Susan Boyle boðið hlutverk í söngleik

Susan Boyle Hitti Andrew Lloyd Webber og hann bauð henni hlutverk í söngleik.
Susan Boyle Hitti Andrew Lloyd Webber og hann bauð henni hlutverk í söngleik.

Söngleikjamógúllinn Andrew Lloyd Webber hefur lofað Susan Boyle, sem uppgötvuð var í Britain‘s Got Talent, hlutverki í söngleik. Lloyd Webber hitti Boyle nýlega í upptökuveri í London og segist ætla að finna hlutverk fyrir hana. „Hún er frábær og mikill aðdáandi sýninganna minna. Ef hana langar til að vera í einni þeirra, þá gæti það vel gerst. Það yrði að vera rétta hlutverkið. Hún á bjarta framtíð,“ segir hann.

Susan Boyle er 48 ára og býr í Skotlandi. Frami hennar hefur verið með miklum ólíkindum síðan hún kom fram í Britain‘s Got Talent. Þar heillaði hún dómarana, Simon Cowell með talinn, þegar hún söng I Dreamed a Dream úr söngleiknum Vesalingunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.