Lífið

Sveppasýking komin á kreik

Í kvikmyndagerð Sverrir Þór hefur stofnað framleiðslufyrirtækið Sveppasýkingu og vinnur að fjölskyldu- og barnamynd um Algjöran Sveppa. Ragnhildur Steinunn kemur við sögu í myndinni.
Í kvikmyndagerð Sverrir Þór hefur stofnað framleiðslufyrirtækið Sveppasýkingu og vinnur að fjölskyldu- og barnamynd um Algjöran Sveppa. Ragnhildur Steinunn kemur við sögu í myndinni.

„Nafnið, já, það er kannski svolítið groddaralegt en þetta var bara það fyrsta sem kom upp í hugann á mér og mér fannst það fyndið,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, grínisti með meiru.

Sverrir hefur stofnað framleiðslufyrirtækið Sveppasýking í kringum barnamynd sem hann er að fara að gera um ævintýri og svaðilfarir algjörs Sveppa og og vinar hans, Villa, sem naglbíturinn Vilhelm Anton Jónsson leikur. Ráðgert er að tökur hefjist 25. maí. „Við spilum þetta svolítið eftir eyranu, ætli við förum ekki í innisenurnar fyrst og leyfum grasinu aðeins að grænka en förum síðan út í júní,“ útskýrir Sverrir en myndin segir frá því þegar Villi týnist og Sveppi fer að leita hans á ólíklegustu stöðum.

Auk Sverris og Vilhelms koma þær Ilmur Kristjánsdóttir og Kastljósstjarnan Ragnhildur Steinunn töluvert við sögu auk Auðuns Blöndal en hann hefur verið dálítið útundan þegar kemur að hvíta tjaldinu, ólíkt Sverri og Pétri Jóhanni Sigfússyni, hinum Strákunum. „Auðunn leikur leiðinlega gæjann. Hann gerði það í þáttunum og tókst svona glimrandi vel upp með hlutverkið, hafði lítið fyrir því,“ segir Sverrir og hlær, hefur annars litlar skýringar á því af hverju Auðunn hefur ekki gert meira af því að leika í bíómyndum. Sverrir er stórhuga þegar kemur að kvikmyndagerðinni og segist hugsa Sveppa-myndirnar í formi þríleiks.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.