Lífið

Twilight í fjórða sinn

Robert Pattinson segir að fjórða Twilight-myndin sé í bígerð.
Robert Pattinson segir að fjórða Twilight-myndin sé í bígerð.
Fjórða vampírumyndin í Twilight-seríunni er í bígerð og verður hún byggð á bók Stephenie Meyer, Breaking Down. Þetta staðfesti leikarinn Robert Pattinson á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Tökum á annarri myndinni, New Moon, er að ljúka um þessar mundir á Ítalíu og tökur á þeirri þriðju, Twilight: Eclipse, hefjast í október. Fyrsta Twilight-myndin naut mikilla vinsælda víða um heim þegar hún var frumsýnd á síðasta ári og er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir framhaldsmyndunum. Myndirnar fjalla um ástarævintýri unglingsstúlkunnar Bellu og vampírunnar Edwards, sem Pattinson leikur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.