Lífið

Friðrik Ómar syngur í lukkubrókunum

Jóhanna Guðrún með Eurovision-lukkutröllið sem Friðrik Ómar gaf henni í græna herberginu. Sjálfur klæðist hann svörtum lukkubrókum með rauðri rönd sem á stendur „maraþon“.Fréttablaðið/Alma
Jóhanna Guðrún með Eurovision-lukkutröllið sem Friðrik Ómar gaf henni í græna herberginu. Sjálfur klæðist hann svörtum lukkubrókum með rauðri rönd sem á stendur „maraþon“.Fréttablaðið/Alma

„Ég syng alltaf í sömu brókinni þegar mikið liggur við, ég söng í þeim í fyrra og verð í þeim líka núna,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson, einn þriggja bakraddasöngvara Jóhönnu Guðrúnar á Eurovision-keppninni í Moskvu.

Stóra stundin rennur upp í kvöld þegar íslenska föruneytið stígur á stóra sviðið og flytur lagið Is it True? eftir Óskar Pál Sveinsson, Tinu Japaridze og Chris Neil. Íslenska lagið var í síðasta umslaginu á þriðjudagskvöldið en Friðrik Ómar segist aldrei hafa haft neinar áhyggjur.

„Ég vissi að við yrðum í þessu umslagi, ég var alveg handviss um það,“ segir Friðrik enda var hann þá í svörtu brókunum með rauðu röndinni sem á stendur „maraþon“. En þær þykja færa mikla lukku þegar mikið stendur til.

Friðrik sér eiginlega alveg um hjátrúna í hópnum. Hann gaf Jóhönnu Guðrúnu lítið íslenskt lukkutröll með íslenska fánanum á maganum þegar þau voru búin að koma sér fyrir í græna herberginu á þriðjudaginn. Lukkutröllið verður að sjálfsögðu með í för í kvöld. „Mig minnir að það hafi verið einhver ungur aðdáandi sem gaf mér þetta í fyrra og það fór með mér og Regínu til Serbíu,“ segir Friðrik.

Friðrik bendir síðan blaðamanni á þá skemmtilegu staðreynd að bæði norska og gríska lagið hafi verið síðust í röðinni á fimmtudagskvöldið en þeim hefur verið spáð mikilli velgengni í keppninni í ár. „Þeir voru bara að reyna að hafa þetta spennandi, þannig að ég held að við höfum fengið alveg prýðilega kosningu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.