Lífið

Lára himinlifandi yfir móttökum bókarinnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ný bók Láru Ómarsdóttur fjallar um það hvernig hægt er að bjarga sér þrátt fyrir kröpp kjör. Mynd/ GVA.
Ný bók Láru Ómarsdóttur fjallar um það hvernig hægt er að bjarga sér þrátt fyrir kröpp kjör. Mynd/ GVA.
„Ég er mjög þakklát," segir Lára Ómarsdóttir fréttamaður, en bók hennar Hagsýni og hamingja kom út í dag og hefur þegar hlotið prýðilegar móttökur.

Bókin fjallar um það hvernig einstaklingar og fjölskyldur geta komist af þrátt fyrir þröngan efnahag. Byggir hún frásögn sína meðal annars á eigin reynslu. Lára hélt útgáfuteiti í Bókabúð Máls og menningar á Laugaveginum síðdegis. Hún segist vera himinlifandi yfir móttökunum. Fjöldi fólks hafi komið við í útgáfuteitinu og bókin hafi selst afar vel.

Aðspurð segist Lára þó ekki eiga von á Pulitzer verðlaunum fyrir verkið. „Ætli það? Verður hún ekki að koma út á ensku til þess að það sé hægt?" spyr Lára og hlær.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.