Lífið

Jordan ástfangin af öðrum manni

Óhamingja Skilnaður Jordan og Peter Andre hefur verið yfirvofandi í tvö ár. Hún missti áhugann á honum fyrir löngu síðan.Nordicphotos/Getty
Óhamingja Skilnaður Jordan og Peter Andre hefur verið yfirvofandi í tvö ár. Hún missti áhugann á honum fyrir löngu síðan.Nordicphotos/Getty

Breska fyrirsætan Jordan lýsti því yfir tveimur mánuðum fyrir skilnað sinn við Peter Andre að hún væri ástfangin af öðrum manni. Jordan, sem heitir réttu nafni Katie Price, opnaði hjarta sitt á bar og henti meðal annars frá sér giftingarhring sínum. „Katie sagðist vilja þennan nýja mann en hún vildi líka halda í fjölskyldulíf sitt með Peter Andre. Hún sagði að börnin sín væru sér mikils virði en hún væri ekki ástfangin af Peter,“ segir Mona Lewis, þátttakandi í sjónvarpsþáttunum Apprentice, sem sat undir yfirlýsingum Jordan.

Í viðtali í breska blaðinu Mirror segir Mona frá því að Jordan hafi gert lítið úr ástarlífi hjónanna. „Pete er orðinn leiðinlegur í rúminu. Ég sakna kynlífsins með Dwight,“ á Jordan að hafa sagt og átti þar við fótboltamanninn Dwight Yorke sem er barnsfaðir hennar.

Breska Heimsfréttablaðið greindi frá því í gær að skilnaðurinn hefði átt sér langan aðdraganda. Þannig er haft eftir vini Peter Andre að tvö ár séu síðan þau hafi sofið saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.