Lífið

Danger Mouse hættir við plötu

Ósáttur Danger Mouse lenti í rimmu við plötufyrirtækið EMI.
Ósáttur Danger Mouse lenti í rimmu við plötufyrirtækið EMI.

Upptökustjórinn Danger Mouse er hættur við að gefa út plötuna Dark Night of the Soul eftir deilur við útgáfufyrirtæki sitt. Danger Mouse, sem heitir réttu nafni Brian Burton, fékk í lið með sér rokkarana Sparklehorse og Íslandsvininn David Lynch til að gera þrettán laga plötu. Auk þess hjálpuðu nokkrir þekktir músíkantar til við verkefnið; þeir Iggy Pop, Julian Casablancas úr The Strokes og meðlimir The Flaming Lips og Pixies. Plötunni átti að fylgja myndabók sem David Lynch gerði.

Danger Mouse hefur neitað að tjá sig um málið en afstaða hans er klár. Hann hyggst gefa plötuna út eins og áætlað var, nema með tómum diski í hulstrinu. Með því mælist hann beinlínis til þess að fólk kaupi umbúðirnar en hali tónlistinni niður af netinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.