Lífið

Kjóllinn hennar Jóhönnu sagður hörmulegur á Guardian

Blaðakonan Heidi Stephens skrifaði beina textalýsingu frá Eurovision í gær á heimasíðu Guardian en þar gagnrýndi hún kjólinn hennar Jóhönnu Guðrúnar harkalega.

Hún sagði að kjóllinn hennar Jóhönnu hafi virst vera partídress sem einhver stal blygðunarlaust af klósettrúllu frá árinu 1970. Síðan vitnaði hún í félaga sinn, Graham, sem líkti kjólnum við einkennisklæðnað brúðarmeyja frá árið 1987.

En þó kjóllinn hennar Jóhönnu fái harkalega útreið frá Bretunum þá lýsti Heidi Jóhönnu sem einstaklega fallegri stúlku. Þá sagði hún að röddin hennar væri sérlega fögur og að nokkurskonar heildræn vinalegheit [wholesome niceness] einkenndi flutningin hennar.

Heidi lauk svo lýsingunni á því að hún hafi staðið í þeirri von um að Jóhanna rifi utan af sér kjólinn og í ljós kæmi að hún væri í leðurundirfötum og þröngum stígvélum.

Íslendingar sluppu þó vel frá textalýsingu Heidi, því hún gagnrýndi meðal annars Ísraelska lagið. Hún sagði að það væri ekki bara hallærislegt, heldur beinlínis kvalarfullt. Svo bætti hún við að lokum að það blæddi úr eyrunum á henni og því þyrfti hún að lækka algjörlega í sjónvarpinu til þess að binda endi á kvöl sína.

Fyrir þá sem vilja lesa bloggið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.