Lífið

Ný Idolstjarna krýnd í kvöld

Anna Hlín og Hrafna berjast um titilinn Idolstjarna Íslands.
Anna Hlín og Hrafna berjast um titilinn Idolstjarna Íslands.
Úrslitaþáttur Idolstjörnuleitar er nú hafinn í beinni útsendingu frá Smáralindinni á Stöð 2. Þar verður ný Idolstjarna krýnd en það eru þær Hrafna og Anna Hlín sem berjast um titilinn. Í verðlaun eru tvær milljónir króna. Ellefu keppendur hófu keppni í Smáralindinni og nú er komið að lokasprettinum. Margt verður í boði á úrslitakvöldinu því auk stúlknanna mun Bubbi Morthens troða upp ásamt hljómsveitin sinni Egó og Pétur Jóhann Sigfússon mun slá á létta strengi.

Anna Hlín og Hrafna munu hvor um sig syngja þrjú lög í kvöld. Fyrsta lagið völdu þær sjálfar, annað lagið var sérstaklega samið fyrir Idol-sigurvegarann í ár af draumateyminu Örlygi Smára og Páli Óskari og ber nafnið „Ég fer alla leið". Þriðja lagi var svo valið af dómurunum Selmu, Birni Jörundi og Jóni Ólafssyni.

Idol-lagið „Ég fer alla leið" er að sögn höfundanna hresst popplag sem reynir á hæfileika keppendanna tveggja. Tvíeykið Örlygur og Páll eru gulltrygging fyrir smelli því meðal laga sem hafa náð hæstu hæðum á vinsældalistum Íslands má nefna „Allt fyrir ástina", „International", „Betra líf", að ógleymdum Euro­vision-slagaranum „This is my life". Örlygur samdi lagið en Páll Óskar sá um textagerðina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.