Lífið

Jóhanna og Rybak syngja hugsanlega saman - myndband

María Björk Sverrisdóttir umboðsmaður Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur upplýsti í þættinum Ísland í dag í gær að hugsanlega færi Jóhanna á tónleikaferðalag með hinum Hvít-Rússneska norðmanni Alexander Rybak. Líkt og alþjóð veit lentu þau í tveimur efstu sætunum í Eurovision sem fram fór um síðustu helgi. Plata Jóhönnu kemur út á norðulöndunum á næstu vikum.

„Það er nú í umræðunni. Sama fyrirtæki og er með hann í Svíþjóð er nú í viðræðum við mig um hana (Jóhönnu) þar sem ýmislegt er rætt en ég get ekki alveg talað um það núna," sagði María Björk aðspurð hvort möguleiki væri að sjá þau syngja saman.

Hún sagði síðan hugasanlegt að Jóhanna og Alexander færu saman á eitthvað Evrópuflakk.

Hægt er að sjá viðtalið við Jóhönnu Guðrúnu og Maríu Björk í Íslandi í dag í gær með þessari frétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.