Lífið

Leikskólanemendur flögguðu fyrir Eurovison söngkonu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Leikskólabörnin tóku á móti Ernu Hrönn með blómum og faðmlögum.
Leikskólabörnin tóku á móti Ernu Hrönn með blómum og faðmlögum.
Erna Hrönn Ólafsdóttir, bakraddasöngkona úr Eurovision teymi Íslendinga, fékk í dag höfðingalegar mótttökur frá samstarfsfélögum sínum og nemendurm á leikskólanum Aðalþingi, þar sem hún vinnur.

Erna Hrönn segist í samtalið við fréttastofu hafa fengið frí úr vinnu í dag en henni var þó haldin smá hátíð eftir hádegið til að fagna árangrinum. Hún segir að það hafi verið frábært að koma í leikskólann. „Það voru þvílíkar móttökur. Það var flaggað og stór blómvöndur og búið að kríta listaverk," segir Erna.

Erna segist hafa unnið á Aðalþingi í 2 mánuði og líki mjög vel þar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.