Fleiri fréttir

Átök um framtíð internetsins

Aðgangur að upplýsinga­hraðbrautinni er viðfangsefni ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Túnis. Í gær tókst Bandaríkjamönnum að tryggja sér áfram­haldandi yfirráð yfir mikilvægasta stjórntæki netsins, úthlutun léna, eftir þrýsting nokkurra ríkja um að SÞ færu með þau völd.

Stoppa stutt á söfnunum

Annir eru, sem aldrei fyrr, á bókasöfnum landsins þegar jólabókaflóðið hellist yfir með öllum þeim reka sem því fylgir. Nýjustu bækurnar eru keyptar inn um leið og þær koma út, en örfáir dagar líða þar til þær eru settar í útlán því skráning og frágangur taka sinn tíma.

Konur í lykilhlutverkum

Um þessar mundir fagna Alfa-konur því að 30 ár eru liðin frá því að Delta Kappa Gamma samtökin hófu starfsemi á Íslandi. Delta Kappa Gamma eru alþjóðleg samtök sem stofn­uð voru í Austin í Texas í Bandaríkjunum árið 1929 af tólf konum. Markmið þeirra var að bæta faglega menntun sína og annarra kvenna.

Púlvinna að vera heimilislaus

Hörður Karlsson er alsæll í Byrginu. Eftir fjölmargar fangelsisdvalir og þungar raunir heimilislauss fíkils er hann nú umkringdur náttúrufegurðinni í Grímsnesi og því sem honum er kærast.

Líkt og að fljúga yfir landið

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, bauð til móttöku að Bessastöðum í tilefni af því að í gær kom út Íslandsatlas. Sigurður Svavarsson, útgáfu­stjóri hjá Eddu, sem gefur bókina út, segir að í bókinni sé landið kortlagt frá ystu annesjum til hæstu tinda en 132 kort eru í bókinni og 43 þúsund örnefni sem vísað er til í örnefnaskrá.

Jólaljósin tendruð á Oxford

Verslunargatan Oxfordstræti í London var lokuð í um fjórar klukkustundur í gær meðan kveikt var á jólaljósum. Hjá mörgum Lundúnarbúum er það fastur liður að fylgjast með því þegar kveikt er á ljósunum í Oxfordstræti, enda um íburðarmiklar skreytingar að ræða.

32 ára hléi lokið hjá Rifsberja

"Þessir tónleikar áttu að vera leyndarmál," segir Jakob Frímann Magnússon, einn meðlimur Rifs­berja, þegar hann er inntur eftir heldur óvenjulegum atburði en í kvöld heldur áðurnefnd Rifsberja sína fyrsta tónleika í 32 ár á Næsta Bar.

Holmes hætt að leika

Leikkonan Katie Holmes ætlar að gefa leiklistina upp á bátinn og einbeita sér að móðurhlutverkinu. Hún á von á sínu fyrsta barni með unnusta sínum Tom Cruise snemma á næsta ári.

Jólaveröld á Akureyri

Þó enn séu 38 dagar til jóla eru jólaskreytingar sums staðar farnar að setja svip sinn á bæjarlífið. Starfsmenn Akureyrarbæjar byrjuðu í gær að setja upp jólaljós í miðbæ Akureyrar og jólaskreytingar eru komnar upp við nokkur heimahús í bænum.

Gestur Einar og Lísa á Rás 1

Gestur Einar Jónasson og Lísa Pálsdóttir munu á næstunni hætta dagskrárgerð fyrir Rás tvö. Bæði fara þau yfir á Rás eitt og segir Dóra Ingvadóttir, framkvæmdastjóri útvarpsins, að um sé að ræða skipulagsbreytingar í tengslum við breytta dagskrá sem tekur gildi 1. desember næstkomandi.

Þetta er ekki ævisaga heldur baráttusaga

Í dag kom út Jónsbók, saga Jóns Ólafssonar athafnamanns, sem er skráð af Einari Kárasyni. Bókin kom úr prentun í gær og var Jón mættur í prentsmiðjuna Odda þar sem hann beið eftir fyrstu eintökunum. Helga eiginkona hans og Friðrik sonur hans voru með honum í för og biðu jafn spennt eftir að sjá útkomuna.

Harriet fagnar 175 ára afmæli sínu

Risaskjaldbakan Harriet fagnaði 175 ára afmæli sínu í dag í ástralska dýragarðinum í Brisbane í dag. Harriet hefur dvalið í dýragarðinum síðustu 17 ár en sögur segja að sjálfur Charles Darwin hafi handsamað hana árið 1835. Það er þó enginn vafi á aldri Harrietar sem er skráð í heimsmótabók Guiness sem elsta skjaldbaka heims. Harriet hét reyndar Harry í meira en hundrað ár en allir héldu að hún væri karldýr.

Sigur Rós hjá O"Brien

Hljómsveitin Sigur Rós mun koma fram í skemmtiþætti Conans O"Brien á bandaríku sjónvarpsstöðinni NBC þann 8. febrúar næstkomandi. Sigur Rós er á leið í tónleikaferð um Bandaríkin sem hefst í febrúar og því var ákveðið að þekkjast boðið frá Conan.

Héldu upp á afmælið

Skátafélagið Hraunbúar hélt upp á 80 ára afmæli sitt með veglegri afmælisveislu á laugardag. Veislan var haldin í Hraunbyrgi í Hafnarfirði og u.þ.b. 150 manns komu í afmælið.

Voksne mennesker með fern verðlaun

Kvikmyndin Voksne mennesker hlaut fern EDDU-verðlaun, þar á meðal sem kvikmynd ársins, en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Nordica Hótel í kvöld. Silvía Nótt var valin sjónvarpsmaður ársins. Þetta er í sjöunda sinn sem EDDU-verðlaunin eru veitt. Forval fór fram hér á Vísi og giltu atkvæði Vísisnotenda 30% á móti atvkæðum akademíunnar. Þá fór val á sjónvarpsmanni ársins fram á Vísi og hjá Gallup auk þess sem kosið var um sérstök hvatningarverðlaun Landsbanka Íslands.

Svarthöfði lokar hringnum

Sumar kvikmyndir eru þess eðlis að manni finnst maður verða að eignast þær. Allar Stjörnustríðsmyndirnar sex eru þannig þó þær séu misjafnar að gæðum. DVD-safn allra fullgildra Star Wars nörda verður nú loks fullkomnað með útkomu Episode III: Revenge of the Sith

Leitin að Meistaranum hefst í dag

Í dag fara fram próf fyrir nýjan spurningaþátt Stöðvar 2, Meistarann. Verða þau á fjórum stöðum: í Háskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Egilsstöðum og Ísafirði auk Hagaskóla. Ekki þarf að skrá sig á neinn hátt heldur eingöngu mæta á svæðið og svara þeim spurningum sem lagðar eru fyrir en það kostar ekkert að taka þátt.

Stanslaust stuð í fimmtán ár

Party Zone hefur verið útvarpað um 700 sinnum á sex útvarpsstöðvum. Haldin hafa verið yfir fimmtíu Party Zone-kvöld af ýmsum stærðum og gerðum auk þess sem forsvarsmenn þáttarins hafa flutt inn mörg af stærstu­ nöfnum danstónlistarinnar.

Glímt við sali Listasafns

Þrettán ungir listamenn eiga verk á sýningunni Ný íslensk myndlist II, sem opnuð verður í Listasafni Íslands í dag. "Við tókum fljótlega þann pól í hæðina að fá listamennina til þess að fjalla um rýmið hérna inni í Listasafninu," segir Harpa Þórsdóttir listfræðingur, einn þriggja sýningarstjóra sýningarinnar Ný íslensk myndlist II sem opnuð verður í Listasafni Íslands í dag.

Rifjar upp gamlar minningar

Tríó Reykjavíkur hefur fengið Joseph Ognibene hornleikara til liðs við sig á tónleikum sínum í Hafnarborg á morgun. Hann tekur sæti Gunnars Kvarans sellóleikara og spilar sem gestur tríósins með þeim Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara og Peter Maté píanóleikara. "Ég er að spila Beethoven-sónötu sem ég hef ekki leikið síðan ég var sextán ára," segir Joseph, sem hlakkar til að rifja upp gömul kynni af þessari þekktu horn­sónötu Beethovens.

Fimmtán ára sinfónía

Sinfóníuhljómsveit áhugamanna heldur upp á fimmtán ára afmæli sitt með afmælistónleikum í Grafarvogskirkju á morgun klukkan 17.30. Á tónleikunum verður frumflutt tónverk sem Þórður Magnússon samdi að beiðni hljómsveitarinnar fyrir þetta tilefni. Tónverkið ber nafnið Sinfonia.

Tók ekki við skipunum frá Valhöll

Jón Ólafsson í Skífunni er einn umtalaðasti og litríkasti athafnamaður landsins. Einar Kárason rithöfundur hefur ritað ævisögu Jóns í Jónsbók sem kemur út í næstu viku. Jón dregur ekkert undan og veitir lesendum innsýn í mörg af heitustu viðskiptamálum síðustu áratuga.

Jólin byrja hjá Kvenfélagi kaþólskra

Kvenfélag kaþólsku kirkjunnar hefur starfað sleitu­laust í nær 85 ár en einn tilgangur félagsins er að ­styrkja góð málefni og koma þurfandi fólki til hjálpar. Félagið stendur á ári hverju fyrir jólabasar til að styrkja gott málefni. Morgundagurinn er því

Heim til hjálpar Samtökunum '78

Ingi Þór Jónsson, sendiherra Alheimsleika samkynhneigðra í Evrópu sem verða haldnir í Kanada á næsta ári, er staddur hér á landi á vegum Samtakanna 78.

Sýnir kaffi á striga

Bergur Thorberg myndlistarmaður hefur opnað sýningu í nýjum sýningarsal Ellu Rósinkrans á mótum Miklubrautar og Lönguhlíðar. Verkin eru öll unnin með kaffi á striga og hann hefur það háttalag við vinnu sína að hafa verkin á hvolfi á meðan hann málar.

Forsala á mánudag

Forsala á einleikinn Typpatal, með Auðuni Blöndal úr Strákunum í aðalhlutverki, hefst næstkomandi mánudag. Frumsýningin verður á Nasa 24. nóvember og er þegar uppselt á hana. Næsta sýning þar á eftir verður 27. nóvember.

EP-plata frá White Stripes

Rokkdúettinn The White Stripes gefur út EP-plötuna Walking With a Ghost þann 6. desember. Á plötunni verður þeirra útgáfa af samnefndu lagi Tegan & Sara, auk fjögurra áður óútgefinna tónleika­upptaka.

3 Myndir keppa um hvatningarverðlaun Landsbankans

Eins og fram hefur komið var mikil þátttaka í stuttmyndakeppni IKSA, Íslensku kvikmynda- og Sjónvarpsakademíunnar. Dómnefnd hefur nú lokið störfum og valið þrjá myndir sem keppa nú um hin veglegu Hvatningarverðlaun Landsbankans. Kosning er hafin hér á Vísi og stendur til kl. 16:00 föstudaginn 11. nóvember. Atkvæði Vísisnotenda gilda 35% á móti 65% vægi dómnefndar. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Edduhátíðinni í beinni útsendingu sunnudaginn 13. nóvember næstkomandi.

Eðalhorn á vínsýningunni í Smáralind

Nú stendur yfir lokaundirbúningur fyrir eina stærstu og glæsilegustu vínsýningu sem haldin hefur verið hér á landi. Sýningin Vín 2005 verður haldin í Vetrargarðinum í Smáralind helgina 19. til 20. nóvember en Vínþjónasamtök Íslands í samstarfi við ÁTVR standa fyrir sýningunni.

Mörgæsirnar eru fæddar kvikmyndastjörnur

Þrettán mánuðir í fjörutíu stiga frosti á einhverju einangraðasta landsvæði jarðarinnar. Í fljótu bragði hljómar þetta ekki eins og ákjósanlegur vinnuaðstæður en Luc Jacquet, leikstjóri kvikmyndarinnar um ferðalag mörgæsanna, segist sakna vetrarins á Suðurskautslandinu.

Sextug og kynþokkafull sem aldrei fyrr

Það er vafalaust allt í senn martröð og draumur fyrir ungar leikkonur að fá hlutverk á móti Susan Sarandon. Draumur, vegna þess að hún er meðal bestu leikkvenna kvikmyndaiðnaðarins og martröð af því henni tekst yfirleitt að skyggja á þær með suðuríkjaþokka sínum og lífsreynslu. Þannig fór að ­minnsta kosti fyrir mótleikkonum hennar í Alfie þar sem hver fegurðardísin af fætur annarri fölnaði við hliðina á hinni tæplega sextugu Sarandon.

Farangur verður aftur að Blóðböndum

Kvikmyndin Blóðbönd, sem áður gekk undir nafninu Farangur, er nú að verða tilbúin til sýningar. Snorri Þórisson, framkvæmdastjóri kvikmyndafyrirtækisins Pegasus, segir að þeir hafi orðið ásáttir um upprunalega nafnið enda snerti myndin einmitt blóðbönd þegar hann er inntur eftir nafnabreytingunni.

Í leit að galdri óperunnar

"Hugmyndin er fyrst og fremst sú að Íslenska óperan standi fyrir því að það sé heitt á könnunnni, að það sé alltaf heitt í þessari deiglu," segir Bjarni Daníelsson, óperustjóri Íslensku óperunnar. Í dag býður Íslenska óperan öllum sem áhuga hafa til fyrstu samkomu Óperudeiglunnar, sem á að verða vettvangur fyrir tilraunastarf og nýsköpun á sviði óperulistar.

Útgáfutónleikar ­annað kvöld

Reggísveitin Hjálmar heldur útgáfutónleika í félagsheimilinu á Flúðum annað kvöld og hefjast þeir klukkan 21.00.

Honeyboy Edwards kominn til landsins

Blúsarinn Honeyboy Edwards er kominn til landsins og ætlar að blúsa fyrir landsmenn um helgina. Hann er í fullu fjöri þrátt fyrir að vera kominn á tíræðisaldur.

Undrabarnið í Hollywood

Í Almost Famous ferðaðist William Miller með rokksveitinni Stillwater um Bandaríkin þver og endilöng. Úr þessari rússíbanareið varð til blaðagrein sem birtist í tímaritinu Rolling Stones. Stjórnendur blaðsins höfðu ekki hugmynd um að Miller væri stráklingur sem aldrei hafði komist í kynni við eiturlyf, ást eða kynlíf (einkennisorð hippatímabilsins).

Samkynhneigðir og íþróttir

Samkynhneigðir og íþróttir er yfirskrift fundar sem Samtökin '78, félag lesbía og homma á Íslandi, halda næstkomandi laugardag. Í tilkynningu frá samtökunum segir að umræða og fræðsla um samkynhneigð sé afar lítil innan íslenskrar íþróttahreyfingar og samkynhneigðir séu svo til ósýnilegir innan hennar.

Skyndibitafæði fyrir sálina

Áslaug Snorradóttir ljósmyndari hefur ávallt haft óendanlega gaman af mat og er ævintýramanneskja bæði í ferðalögum og í matargerð. "Ég hef gengið í gegnum ýmiskonar matargerðarsveiflur sem eru oft vegna áhrifa frá þeim löndum sem ég hef nýlega heimsótt. Þannig hef ég gengið í gegnum bylgjur eins og finnsku, marókkósku og úkraínsku bylgjurnar," segir hún og hlær.

Skuggabörn og Októberfest

Skuggabörnin, bók Reynis Traustasonarblaðamanns, kemur út á morgun, föstudag. Í bókinni segir Reynir frá ransóknarleiðangri sínum um undirheima Reykjavíkur.

Halldór sýndur hratt

Þjóðleikhúsið er að taka upp nýtt sýningafyrirkomulag, þannig að leiksýningar á verkefnaskrá leikhússins verða aðeins sýndar í takmarkaðan tíma. Hins vegar verða þær sýndar þeim mun þéttar þann tíma sem þær eru í sýningu.

Tölvuteiknimynd frá Disney

Það eru ekki bara hinir fullorðnu sem fá eitthvað fyrir sinn snúð um helgina. Tölvuteiknimyndin Chicken Little verður frumsýnd á föstudaginn en hún er sýnd bæði með ensku og íslensku tali. Það er teiknimyndarisinn Walt Disney sem hefur veg og vanda af myndinni en það fer að verða söknuður af alvöru teiknimyndum.

Harry Potter kominn til landsins

Aðdáendur Harry Potter bíða nú í ofvæni eftir að 12. nóvember renni upp en þá er nýjasta ævintýrið um galdrastrákinn knáa, Harry Potter og Blendingsprinsinn, væntanlegt í bókaverslanir. Á þriðjudagskvöld lagði Goðafoss í höfn með fullfermi af bókinni. Til stóð að taka á móti Harry með flugeldasýningu í Sundahöfn en ekki fékkst leyfi fyrir húllumhæinu frá borgar­yfirvöldum.

Don Kíkóti í Gerðubergi

í tilefni þess að í ár eru rétt 400 ár liðin síðan skáldsaga Cervantes um Don Kíkóta leit dagsins kom út á Spáni, verður málþing helgað riddaranum sjónumhrygga í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á sunnudag.

Spinna í kirkjunni

"Þetta er spunatónlist sem við ætlum að spila. Samt er þetta ekki djass, held ég, en þó er þetta skylt djasstónlist," segir Simon Jermyn gítarleikari, sem verður með tón­leika í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld ásamt Hilmari Jenssyni gítarleikara. Að mestu leyti verða tón­leikarnir byggðir á spuna, en þó taka þeir eitthvað af lögum sem hafa verið samin fyrirfram, í það minnsta eitt eftir Simon og væntanlega annað eftir Hilmar.

Sjá næstu 50 fréttir