Lífið

Holmes hætt að leika

Leikkonan Katie Holmes á von á sínu fyrsta barni með hjartaknúsaranum Tom Cruise.
Leikkonan Katie Holmes á von á sínu fyrsta barni með hjartaknúsaranum Tom Cruise.

Leikkonan Katie Holmes ætlar að gefa leiklistina upp á bátinn og einbeita sér að móðurhlutverkinu. Hún á von á sínu fyrsta barni með unnusta sínum Tom Cruise snemma á næsta ári.

"Katie hefur ákveðið að hætta að leika. Hún hefur sagt vinum sínum að hún og Tom hafi ákveðið að best sé að hún verði heima og ali upp barnið þeirra," sagði kunningi leikkonunnar.

"Ákvörðun hennar hefur vakið mikla undrun í Hollywood því hún er á rétta aldrinum fyrir svo mörg kvikmyndahlutverk."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.