Lífið

Farangur verður aftur að Blóðböndum

Jóhann Jóhannsson semur tónlistina við myndina og notaðist meðal annars við Fílharmóníusveitina í Prag.
Jóhann Jóhannsson semur tónlistina við myndina og notaðist meðal annars við Fílharmóníusveitina í Prag.
Kvikmyndin Blóðbönd, sem áður gekk undir nafninu Farangur, er nú að verða tilbúin til sýningar. Snorri Þórisson, framkvæmdastjóri kvikmyndafyrirtækisins Pegasus, segir að þeir hafi orðið ásáttir um upprunalega nafnið enda snerti myndin einmitt blóðbönd þegar hann er inntur eftir nafnabreytingunni.

Það er Árni Ólafur Ásgeirsson sem leikstýrir myndinni en Jóhann Jóhannsson semur tónlistina og er því verki nú lokið. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Jóhann fæst við kvikmyndatónlist en hann á meðal annars heiðurinn að tónlistinni við Dís.

Framleiðandinn segir að útkoman sé mjög flott og að tónlistarmaðurinn hafi meðal annars notast við Fílharmóníusveitina í Prag. Snorri og Árni Ólafur fóru fyrir skemmstu til Haugasunds þar sem þeir kynntu myndina og sýndu tuttugu mínútna brot úr henni.

„Það voru allir mjög hrifnir og hún mæltist vel fyrir," segir Snorri og líkir myndinni við það sem er að gerast í danskri kvikmyndagerð. "Þetta er saga úr raunveruleikanum, gluggi inn í lífið,“ segir hann. Blóðbönd segir frá manni sem uppgötvar að hann er ekki faðir tíu ára sonar síns.

Það eru Hilmar Jónsson og Margrét Vilhjálmsdóttir sem leika aðalhlutverkin auk Arons Brink sem leikur strákinn en þetta er fyrsta kvikmyndahlutverk hans. "Hann stendur sig mjög vel," segir Snorri um hinn unga leikara.

@Mynd -FoMed 6,5p CP:pétur og ásta í blóðböndum Hilmar Jónsson leikur Pétur sem kemst að því að hann er ekki faðir tíu ára sonar síns. Auk hans leikur Margrét Vilhjálmsdóttir og Aron Brink í myndinni.
Handritið var hugmynd leikstjórans og skólafélaga hans úr kvikmyndaskólanum í Tékklandi.

„Jón Atli Jónasson tók síðan við því og á mikinn heiður skilinn,“ útskýrir Snorri.

Blóðbönd er frekar ódýr mynd miðað við þær fjárhæðir sem settar eru í kvikmyndagerð í dag að mati Snorra en áætlaður kostnaður er í kringum níutíu milljónir. Hann segir að þeir hafi ekki ákveðið frumsýningardag enda eigi öll smáatriði að vera á hreinu. Snorri reiknar þó með því að myndin komi í kvikmyndahús um jól eða áramót.

Það er því ljóst að kvikmyndahúsagestir fá að minnsta kosti að melta tvær íslenskar kvikmyndir með jólasteikinni því A Little Trip to Heaven í leikstjórn Baltasars Kormáks verður að öllum líkindum frumsýnd annan í jólum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.