Fleiri fréttir

Íslendingar senda fulltrúa í alþjóðlega hljómsveitakeppni

Undankeppni alþjóðlegu hljómsveitakeppninarinnar "The global battle of the bands" verður haldin í Hellinum, tónleikasal Félags Tónlistarþróunarmiðstöðvar, dagana 16. - 26. nóvember næstkomandi. Sigurvegar keppninnar mun síðan fara til London þar sem aðalkeppnin fer fram. Mikið er í húfi en verðlaunin eru rúmar sex milljónir íslenskra króna.

Uppselt í stúku

Sala hefur farið vel af stað á miðum á tónleika bandarísku hljómsveitarinnar White Stripes en uppselt er í stúku. Tónleikarnir verða haldnir í Laugardalshöll 20. nóvember næstkomandi.

Rokkveisla til styrktar UNICEF

Rokkveisla verður haldin á Höfn í Hornafirði um helgina og mun hluta ágóðans renna til styrktar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Unga fólkið í bænum vildi hrista aðeins upp í félagslífinu í bænum og þar með slá tvær flugur í einu höggi, skemmta sér og láta gott af sér leiða. Alls munu 17 rokkhljómsveitir koma fram á Rokkveislunni.

Áhugasömu um Ægi

Það var merkilegur heimur tækja og tóla sem opnaðist grunnskólabörnum á Seyðisfirði þegar þau fóru í heimsókn um borð í varðskipið Ægi á dögunum. Að sögn bátsmanna voru strákar sýndu mikinn áhuga á tölvunum um borð en stelpurnar voru mun áhugasamari um símana og fjarskiptatækin. Alls komu 59 krakkar ásamt kennurum sínum um borð í skipið á Seyðisfirði og voru börnin mjög áhugasöm um skipið og útbúnað þess.

Ölvaðir elgir valda usla í Svíþjóð

Umsátursástand skapaðist á elliheimili í Suður-Svíþjóð á dögunum þar sem tveir ölvaðir elgir, kvíga og kálfur hennar, héldu heimilismönnum í gíslingu. Elgirnir komust í gerjuð epli fyrir utan heimilið og líkaði þau svo vel að þeir neituðu að fara þegar lögregla reyndi að reka þá burt.

Kvikmyndaveisla í Regnboganum

Boðið verður upp á sannkallaða kvikmyndaveislu í Regnboganum næstkomandi fimmtudag í tengslum við EDDU-verðlaunahátíðina. Fjórar úrvalsmyndir, sem allar hlutu tilnefningu til EDDU-verðlauna í ár, verða sýndar.

Rokkveisla til styrktar UNICEF

Rokkveisla verður haldin á Höfn í Hornafirði um helgina og mun hluta ágóðans renna til styrktar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Unga fólkið í bænum vildi hrista aðeins upp í félagslífinu í bænum og þar með slá tvær flugur í einu höggi, skemmta sér og láta gott af sér leiða. Alls munu 17 rokkhljómsveitir koma fram á Rokkveislunni.

Fyrsta samkoma Óperudeiglunnar

Íslenska óperan boðar til fyrstu samkomu Óperudeiglunnar næstkomandi fimmtudag í Íslensku óperunni við Ingólfsstræti. Markmið Óperudeiglunnar er að stuðla að þvi að samdar verði nýjar óperur fyrir almenning. Efni fundarins verður kynning á Óperudeiglunni og umræður um áherslur og leiðir í framkvæmd verkefnisins.

Gyllti kötturinn

Mikil gróska er á markaði notaðra flíka og nú hefur verið opnuð glæný búð í Austurstræti sem sérhæfir sig í slíkum fatnaði. Eigendur búðarinnar, sem ber hið skemmtilega heiti Gyllti kötturinn, eru systurnar Ása Ottesen og Jóna Elísabet Ottesen auk Hafdísa

Töff að vera í skákklúbbi

Það þykir ekki lengur "nördalegt" að vera í skákfélagi ef marka má þær undirtektir sem skákfélag í Háskóla Reykjavíkur hefur fengið.

Universal skoðar Nylon

Menn frá hljómplöturisanum Universal verða viðstaddir útgáfutónleika stúlknasveitarinnar Nylon sem verða haldnir í Loftkastalanum 19. nóvember. Einnig mætir á staðinn fjöldi þekktra blaðamanna frá London, auk umboðsmanns sveitarinnar, Martin O"Shea. Önnur plata Nylon, Góðir hlutir, kemur út í dag.

Komin á beinu brautina

Fyrstu myndirnar af ofurfyrirsætunni Kate Moss sem birtar eru síðan hún fór í meðferð þykja sýna það og sanna að hún sé komin á beinu brautina á nýjan leik.

Leno eykur forskotið

Kvöldþáttur bandaríska spjallþáttastjórnandans Jays Leno hefur aukið forskot sitt í áhorfi á þátt Davids Letterman, höfuðandstæðings Lenos. Áhorf á þátt Lenos hefur aukist um fjögur prósent á þessu ári og eru áhorfendur komnir upp í 5,6 milljónir. Áhorf á Late Show, þátt Letterman, hefur aftur á móti dregist saman um fimm prósent.

Unnur Birna býr sig undir Miss World

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir er sennilega ein vinsælasta fegurðardrottning okkar um langt skeið. Nú er komið að ögurstundu því á miðvikudaginn heldur stúlkan til Kína þar sem Miss World-keppnin fer fram. Það þarf varla að taka fram að hún fetaði í fótspor móður sinnar, Unnar Steinsson, sem krýnd var Ungfrú Ísland árið 1983.

Fræga fólkið, fasanar og ilmvötn

Söngkonan Madonna ætlar að hætta að skjóta fasana í nágrenni við heimili sitt á Englandi. Ástæðan er sú að hún fylltist mikilli sektarkennd eftir að hafa skotið sinn fyrsta fugl. Var hann ekki dauður þegar hann féll til jarðar og átti í miklu dauðastríði beint fyrir framan nefið á henni.

Eigum erindi út fyrir 101

Landsbanki Ísland og grasrótarhreyfingin Nýhil hafa handsalað samning um að bankinn kaupi tæplega 1200 bækur úr ritröðinni Norrænar bókmenntir sem kemur út innan skamms. Bækurnar hefur bankinn hugsað sér að gefa öllum bókasöfnum í framhaldsskólum og á landsbyggðinni.

Urðu ástfangin á tíræðisaldri

Adina og George hittust á dansgólfinu. Það neistaði, þau urðu ástfangin og nú, tveimur mánuðum síðar, eru þau gengin í hjónaband. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi væru þau ekki bæði á tíræðisaldri.

Opið í Hlíðarfjalli og Skarðsdal

Skíðafólk ætti að gleðjast, því skíðasvæðin á Akureyri og Siglufirði verða opin í dag. Í Hlíðarfjalli verður opið frá tíu til fimm. Þar er heiðskýrt og logn og troðinn þurr snjór. Í Skarðsdal á Siglufirði verður skíðasvæðið opið í fyrsta sinn á þessu hausti.

Nýr diskur Ingibjargar Þorbergs

Tónlistin er lífæð Ingibjargar Þorbergsdóttur, sem hefur aldrei hætt að semja tónlist frá því hún samdi sitt fyrsta lag fyrir sjötíu árum. Hún syngur sjálf á nýjum geisladiski með glóðvolgum lögum hennar, og ljóstrar hér upp leyndarmálinu á bak við það að henni tókst að halda röddinni mjúkri og fallegri fram á áttræðisaldur.

Kærleikur og gleði

Skagamaðurinn Orri Harðarson hefur gefið út plötuna Trú. Þetta er fjórða plata Orra en fyrsta plata hans, Drög að heimkomu, kom út árið 1993. Orri, sem hefur verið búsettur á Akureyri undanfarin ár, segist hafa byrjað að vinna að plötu í apríl á þessu ári.

Fagottkonsert í tilefni af afmæli Seltjarnarness

Sinfóníuhljómsveit Íslands efnir til afmælistónleika í Háskólabíói í kvöld í tilefni af 125 ára afmæli Seltjarnarnesbæjar. Fjöldi listamanna kemur fram á tónleikunum, þar á meðal Rúnar Vilbergsson sem leikur fagottkonsert eftir Vivaldi. Rúnar er reyndur fagottleikari.

Nældu sér í fjögur K

Hljómsveitirnar Sign, Dr. Spock og Rass fá fjögur K af fimm mögulegum í nýjasta hefti breska rokktímaritsins Kerrang! fyrir frammistöðu sína á Iceland Airwaves-hátíðinni. Sign og Dr. Spock spiluðu báðar á sérstöku Kerrang!-kvöldi sem var haldið í Hafnarhúsinu.

Ósigrandi fiskisúpa

"Ég ætla að gefa lesendum uppskrift að fiskisúpunni sem aldrei klikkar," segir Snæfríður Ingadóttir, ritstjóri Flugstöðvarblaðsins og rithöfundur sem nú gefur út matreiðslubókina "Opið hús - menning og matur á Íslandi nútímans". "Ég fékk uppskriftina upphaflega frá systur minni sem fékk hana áður frá vinkonu sinni.

Yndislegu ófétin eru að koma

"Þessi bók fjallar um ófétin litlu og yndislegu sem búa í blómum og fljúga um á fiðrildum," segir Rúna K. Tetzschner, sem efnir til Ófétadagskrár í Bókasafni Garðabæjar í dag þar sem hún les upp úr nýrri bók sinni, Ófétabörnin. Jafnframt opnar hún Ófétasýningu, sem er sýning á myndskreytingum hennar við bókina.

Tónleikar á Flúðum

Útgáfutónleikar reggísveitarinnar Hjálma verða haldnir á Flúðum 11. nóvember. Nýjasta plata Hjálma, sem er samnefnd sveitinni, var tekin upp í félagsheimilinu á Flúðum og því þótti við hæfi að halda tónleikana þar.

Ný plata frá Ragnheiði

Söngkonan Ragnheiður Gröndal hefur gefið út plötuna "After the rain". Hún hefur áður sent frá sér tvær sólóplötur sem báðar hafa selst mjög vel og á síðasta ári var hún valin söngkona ársins.

Lærir að verða góður pabbi

Leikarinn Dustin Hoffman hefur tekið að sér aðalhlutverkið í kvikmyndinni Father Knows Less. Fjallar hún um kaupsýslumann sem gengur allt í haginn, nema þegar kemur að vanræktri fjölskyldunni. Leitar hann til tveggja barna sinna til að læra hvernig það er að vera góður faðir.

Ný útgáfa af Hjálpum þeim

Einar Bárðarson tónleikahaldari og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarmaður eru þessa dagana að undirbúa framleiðslu á nýrri útgáfu af laginu Hjálpum þeim. Lagið var upprunalega hljóðritað árið 1986, gefið út og selt til styrktar Hjálparstarfi Kirkjunnar.

Grín í þágu góðs málefnis

Í kvöld stendur vefurinn beygla.is fyrir uppistandi á Gauki á Stöng en allur ágóði af skemmtuninni rennur til styrktar Barnaspítala Hringsins. Það eru þeir Beggi blindi, Þorsteinn Guðmundsson og Oddur Boxser sem koma fram.

Æðst allra kvenplötusnúða

Plötusnúðurinn Mistress ­Barb­ara þeytir skífum á Nasa næstkomandi föstudagskvöld. Exos, Tómas THX og Dj Rikki Cuellar munu einnig troða upp. "Hún er æðst allra kvenplötusnúða í teknóheiminum og er búin að vera það í mörg ár," segir Addi tónleikahaldari.

Vildi kossaatriði með Downey Jr.

Val Kilmer hristi mátulega upp í nýjustu mynd sinni Kiss Kiss, Bang Bang með því að stinga upp á að hann og leikarinn Robert Downey Jr. myndu kyssast í myndinni. Leikstjórinn Shane Black tók vel í hugmyndina og hefur myndin fengið væna auglýsingu út á þetta atriði.

Arnold gagnrýndur

Vöðvabúntið Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, er ekki í miklu uppáhaldi hjá leikurunum og leikstjórunum Warren Beatty og Rob Reiner. Reiner hefur safnað fólki saman til að hringja í kjósendur og fá þá til að sniðganga frumvarp Schwarzenegger sem skerðir réttindi stéttarfélaga.

Heimsmeistari þeytir skífum

Plötusnúðarnir DJ Craze og MC Armani Reign þeyta skífum á Gauki á Stöng næstkomandi laugardagskvöld. Craze er einn færasti plötusnúðurinn í dag og er meðal annars þrefaldur heimsmeistari í faginu.

Bragarbót um Snorra

Þórarinn Eldjárn orti fyrir nokkrum árum kvæði sem varð töluvert frægt, það mun hafa birst í Morgunblaðinu 1995. Í kvæðinu var höfundur staddur fyrir utan bókasafn St. Geneviève í París

Hjálpum þeim gefið aftur út

Einar Bárðarson tónleikahaldari og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarmaður ætla að gefa út nýja útgáfu af laginu „Hjálpum þeim". Stefnt er að því að lagið verði komið í sölu um næstu mánaðamót.

Vetrarborgin beint á toppinn

Nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar, Vetrarborgin, fór beint á toppinn á metsölulista Pennans á fyrsta söludegi sem var í gær. Að sögn Bryndísar Loftsdóttur, vörustjóra íslenskra bóka hjá Pennanum, Eymundsson og Máli og menningu, seldist 131 eintak af bókinni í gær og sló hún þar með fyrra met Arnaldar sem sett var í fyrra þegar Kleifarvatn kom út á sama degi. Þá seldust 102 eintök.

Coca Cola verðmætasta vörumerki heims

Coca Cola er verðmætasta vörumerki heims að mati tímaritsins Business Week. Næst koma Microsoft, IBM, General Electric og Intel. Í sjötta sæti er svo finnska vörumerkið Nokia en eftir því sem best verður séð er ekkert annað norrænt vörumerki á listanum yfir þau hundrað verðmætustu.

IDOL X-stream

Vísir býður nú, í samstarfi við Subway, upp á aukaefni tengt IDOL stjörnuleitinni. Efnið er unnið sérstaklega fyrir Vísi og sýnir aðrar hliðar á keppendum. Reynt er að koma þeim í opna skjöldu og ósjaldan átti umsjónarmaður þáttanna fótum fjör að launa, svo undarlegar voru spurningar hans. Fyrsti þátturinn er kominn á Vísi VefTV en síðan birtast þeir einn af öðrum. Fylgist með frá byrjun.

Ragga Gísla heiðruð

Tónlistarmanninum Ragnhildi Gísladóttur voru í gær veitt Íslensku bjartsýnisverðlaunin. Forseti Íslands afhenti henni verðlaunin við athöfn í Íslensku óperunni.

Karl Bretaprins og Camilla á ferðalagi í Bandaríkjunum

Karl Bretaprins og Camilla eiginkona hans munu hefja átta daga ferð um Bandaríkin í dag og munu meðal annars heimsækja New Orleans. Þar munu þau hitta hjálparstarfsmenn og fjölskyldur sem urðu illa úti vegna hamfaranna.

Köttur stelur stórutá eiganda síns

Köttur stal stórutá eiganda síns eftir að sá hafði fyrir slysni skorið hana af og skilið eftir á eldhúsgólfinu meðan hann hringdi eftir sjúkrabíl. Udo Ried, 41 árs íbúi í Lübeck í Þýskalandi, hafði brugðið sér í bakaríið og keypt sér nýtt brauð sem hann hugðist skera þegar hann missti stóran eldhúshníf á beran fót sinn, með þeim afleiðingum að stóratá hjóst af.

Írönsk í uppáhaldi

Ein af uppáhaldsmyndum Friðriks Þórs Friðrikssonar kvikmyndaleikstjóra er íranska myndin Gabbeh, sem leikstjórinn Mohsen Makhmalbaf gerði árið 1996. Kvikmyndasafn Íslands sýnir þessa mynd í kvöld klukkan átta í Bæjarbíói í Hafnarfirði.

Sjá næstu 50 fréttir