Lífið

Halldór sýndur hratt

Halldór í Hollywood.
Halldór í Hollywood.

Þjóðleikhúsið er að taka upp nýtt sýningafyrirkomulag, þannig að leiksýningar á verkefnaskrá leikhússins verða aðeins sýndar í takmarkaðan tíma. Hins vegar verða þær sýndar þeim mun þéttar þann tíma sem þær eru í sýningu.

Fyrsta sýningin á Stóra sviði sem sýnd hefur verið með þessum hætti er Halldór í Hollywood eftir Ólaf Hauk Símonarson. Sýningar á þessu verki hafa verið að jafnaði þrjú til fjögur kvöld í viku, frá frumsýningu 14. október sl.

Sýningum lýkur fyrir jól og Halldór í Hollywood víkur þá fyrir nýrri sýningu, Túskildingsóperunni eftir Kurt Weil og Bertholt Brecht.

Þetta sýningarfyrirkomulag er vel þekkt í evrópskum leikhúsum, enda viðurkennt að mun hægara er fyrir sviðslistamenn að ná öruggum tökum á hlutverkum sínum þegar sýnt er ört en þegar sýningar eru með löngu millibili.

Þjóðleikhúsið segir ávinninginn af þessu nýja sýningarfyrirkomulagi umtalsverðan, ekki einungis í listrænu tilliti heldur einnig rekstrarlegu, meðal annars vegna þess að ekki þarf að skipta um leikmyndir um nætur og helgar, og kostnaður við sýningar er minni þegar sýnt er þétt í afmarkaðan tíma.

Með hinu nýja sýningarfyrirkomulagi skapast aukið fjárhagslegt svigrúm, sem leikhúsið getur nýtt til annarra þarfa. Um síðustu helgi var uppselt á nánast allar sýningar Þjóðleikhússins, til að mynda sáu tæplega 1000 manns Halldór í Hollywood á Stóra sviðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.