Lífið

Samkynhneigðir og íþróttir

Leikarar í myndinni Strákarnir okkar þar sem í miðdepli var knattspyrnulið sem nær eingöngu var skipað samkynhneigðum karlmönnum.
Leikarar í myndinni Strákarnir okkar þar sem í miðdepli var knattspyrnulið sem nær eingöngu var skipað samkynhneigðum karlmönnum. MYND/Vísir

Samkynhneigðir og íþróttir er yfirskrift fundar sem Samtökin '78, félag lesbía og homma á Íslandi, halda næstkomandi laugardag. Í tilkynningu frá samtökunum segir að umræða og fræðsla um samkynhneigð sé afar lítil innan íslenskrar íþróttahreyfingar og samkynhneigðir séu svo til ósýnilegir innan hennar. Fjölmörg dæmi séu um að þeir sem hafi opinberað kynhneigð sína innan íþróttahreyfingarinnar hafi beinlínis hrakist úr íþrótt sinni vegna aðkasts og fordóma. Úr þessu vilja Samtökin '78 bæta og hafa meðal annars boðið Inga Þór Jónssyni til landsins vegna fundarins en hann hefur um árabil unnið að málefnum samkynhneigðra innan íþróttahreyfingarinnar í Bretlandi, auk þess að vera andlit Evrópu fyrir Heimsleika samkynhneigðra íþróttamanna sem haldnir verða í Montreal á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.