Lífið

Don Kíkóti í Gerðubergi

Hólmfríður Garðarsdóttir.  Cervantes fjallar um mennskuna og því á Don Kíkóti ennþá erindi við okkur.
Hólmfríður Garðarsdóttir. Cervantes fjallar um mennskuna og því á Don Kíkóti ennþá erindi við okkur.

í tilefni þess að í ár eru rétt 400 ár liðin síðan skáldsaga Cervantes um Don Kíkóta leit dagsins kom út á Spáni, verður málþing helgað riddaranum sjónumhrygga í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á sunnudag.

Að málþinginu standa sendiráð Spánar, Menningarfélagið Hispánica, Háskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands. "Við ætlum að velta því fyrir okkur af hverju sagan af Don Kíkóta hefur lifað í fjórar aldir," segir Hólmfríður Garðarsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, en hún stýrir málþinginu.

"Sendiráð Spánar í Osló bauðst til að senda til okkar tvo af helstu sérfræðinga Spánar í sögunni um Don Kíkóta, þá Carlos Alvar og José Manuel Blecua og þeir ætla að halda tölu. Þá mun doktorsnemi við Santa Barbara háskóla í Bandaríkjunum, Brian Fraizer, flytja sem og Margrét Jónsdóttir úr Háskólanum í Reykjavík. Hún ber formála Don Kíkóta saman við Stríðsmenn Salamis eftir Cercas og brúar þannig þetta 400 ára bil á milli okkar."

Hólmfríður telur að Don Kíkóti eigi enn fullt erindi í dag. "Þaðð er að það er hægt að lesa bókina á mörgum stigum, bæði sem spænskan texta sem er bundinn við sinn tíma en ekki síður sem sögu sem fjallar um það að vera mennskur og við getum öll fundið í okkur." Málþingið stendur frá klukkan 15 til 17 á sunnudag, Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.