Lífið

Skuggabörn og Októberfest

Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs
Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs

Skuggabörnin, bók Reynis Traustasonarblaðamanns, kemur út á morgun, föstudag. Í bókinni segir Reynir frá ransóknarleiðangri sínum um undirheima Reykjavíkur.

fff

Að kvöldi útgáfudagsins verður svo heimildarmyndin Skuggabörn frumsýnd í Regnboganum en þeir Lýður Árnason og Þórhallur Gunnarsson fylgdu Reyni eftir á undirheimaflakki sínu með kvikmyndatökuvélar og festu ævintýri höfundarins á filmu. Myndin mun án efa ekki síður vekja athygli og umtal en sjálf bókin en eftir að tökum lauk blönduðust tveir viðmælenda Reynis inn í skelfilegan eiturlyfjaharmleik þar sem annar þeirra varð hinum að bana.

**FILE** Director Quentin Tarantino arrives at the 2003 New York Film Critics Circle 69th annual awards dinner, in this Jan. 11, 2004 file photo in New York. Tarantino will preside over the jury at the 2004 Cannes Film Festival, organizers said Friday, Feb. 13, 2004. (AP Photo/Kathy Willens, File)

Það blandast fáum hugur um að alheimsfrumsýningin á hryllingsmyndinni Hostel á Októberbíófest á laugardaginn er meiriháttar viðburður. Leikstjórinn Eli Roth situr nú sveittur við að klára myndina í Los Angeles og kemur með sýningareintakið í handfarangri sínum til landsins á föstudaginn en með honum í för verður vinur hans Quentin Tarantino. Hostel verður jafnvel ekki frumsýnd fyrr en í byrjun næsta árs þannig að Íslandsvinátta leikstjórans er heldur betur að gefa landsmönnum forskot á sæluna.

Búist er við nokkrum fjölda erlendra kvikmyndablaðamanna til landsins í tilefni sýningarinnar og framleiðendur myndarinnar hafa töluverðar áhyggjur af því að óprúttnir aðilar muni reyna að taka myndina upp og dreifa henni á netið löngu fyrir frumsýningu. Það verður því mikil öryggisgæsla á öllum sýningum myndarinnar um næstu helgi.

Framleiðendur hennar og dreifingaraðilar, Sony og Lion's Gate, ætla ekki að taka neina sénsa og líkt og á stórum kvikmyndahátíðum í útlöndum verður sjérþjálfaður mannskapur á staðnum með tól og tæki í sölunum til að finna og koma í veg fyrir allar ólöglegar upptökur. Öryggisverðirnir verða þó ekki fluttir inn og síðustu daga hafa Íslendingar fengið þjálfun í því að þefa uppi bíósjóræningja. Það er þó ekki útilokað að einn sérfræðingur verði í för með aðstandendum myndatinnar sem koma hingað á morgun. Hans hlutverk verður þá fyrst og fremst að fara yfir stöðuna og tryggja að salurinn sé "öruggur" eins og þeir segja í bransanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.