Lífið

Forsala á mánudag

Auðunn Blöndal - Auddi úr Strákunum leikur í Typpatali sem verður sýnt á skemmtistaðnum Nasa.
Auðunn Blöndal - Auddi úr Strákunum leikur í Typpatali sem verður sýnt á skemmtistaðnum Nasa.

Forsala á einleikinn Typpatal, með Auðuni Blöndal úr Strákunum í aðalhlutverki, hefst næstkomandi mánudag. Frumsýningin verður á Nasa 24. nóvember og er þegar uppselt á hana. Næsta sýning þar á eftir verður 27. nóvember.

Typpatal snýst að mestu um könnun sem höfundurinn, Richard Herring, gerði á netinu og var beint jafnt til karla sem kvenna. Leitað er svara við ýmsum spurningum um höfuðdjásn karlmannsins í sögulegu, félagslegu, menn­ingarlegu og heimspekilegu samhengi, ásamt því að nokkrar reynslusögur fljúga með út í salinn. Leikstjóri einleiksins er Sigurður Sigurjónsson.

Forsalan hefst klukkan 10.00 í verslunum Skífunnar, BT á Selfossi og á Akureyri og á midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.