Lífið

Harry Potter kominn til landsins

Potter í höfn. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskipafélagsins, opnaði gáminn sjálfur og afhenti Bryndísi Loftsdóttur, vörustjóra íslenskra bóka hjá Pennanum, fyrsta eintakið.
Potter í höfn. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskipafélagsins, opnaði gáminn sjálfur og afhenti Bryndísi Loftsdóttur, vörustjóra íslenskra bóka hjá Pennanum, fyrsta eintakið.

Aðdáendur Harry Potter bíða nú í ofvæni eftir að 12. nóvember renni upp en þá er nýjasta ævintýrið um galdrastrákinn knáa, Harry Potter og Blendingsprinsinn, væntanlegt í bókaverslanir. Á þriðjudagskvöld lagði Goðafoss í höfn með fullfermi af bókinni. Til stóð að taka á móti Harry með flugeldasýningu í Sundahöfn en ekki fékkst leyfi fyrir húllumhæinu frá borgar­yfirvöldum.

Bókin er sú sjötta í röðinni um ævintýri Harry Potter og vini hans. Nú er hann orðinn unglingur með tilheyrandi sálarflækjum auk þess sem áhugi á hinu kyninu fer að þvælast fyrir honum. Í bókinni er ævisaga Trevors Delgome, sem tók sér nafnið Voldemort og er erkióvinur Harry, að mestu rakin. Harry Potter og Blendingsprinsinn er nokkru stytti en bókin á undan en er þó um 500 blað­síður og er orrustan loks að hefjast fyrir alvöru og töframenn og nornir skiptast í fylkingar. Sjötta bókin um Harry Potter er vinsælasta bókin í söguflokknum um galdrastrákinn. Bókin setti sölumet í sumar þegar hún kom út í Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem 9 milljónir eintaka seldust á fyrsta söludegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.