Lífið

Líkt og að fljúga yfir landið

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, bauð til móttöku að Bessastöðum í tilefni af því að í gær kom út Íslandsatlas. Sigurður Svavarsson, útgáfu­stjóri hjá Eddu, sem gefur bókina út, segir að í bókinni sé landið kortlagt frá ystu annesjum til hæstu tinda en 132 kort eru í bókinni og 43 þúsund örnefni sem vísað er til í örnefnaskrá.

Einnig segir Sigurður að svipbrigði landsins séu sýnd með stafrænni kortatækni svo lesandinn skynji hæð fjalla, dýpt dala og víðáttu öræfanna líkt og hann fljúgi þar yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.