Lífið

Jólaveröld á Akureyri

Jólaveröld. Fjöldi Akureyringa gerir sér árlega ferð að heimili Ragnars og Guðnýjar til að berja dýrðina augum og dæmi um að þangað komi rútur með heilu leikskóladeildirnar.
Jólaveröld. Fjöldi Akureyringa gerir sér árlega ferð að heimili Ragnars og Guðnýjar til að berja dýrðina augum og dæmi um að þangað komi rútur með heilu leikskóladeildirnar.

Þó enn séu 38 dagar til jóla eru jólaskreytingar sums staðar farnar að setja svip sinn á bæjarlífið. Starfsmenn Akureyrarbæjar byrjuðu í gær að setja upp jólaljós í miðbæ Akureyrar og jólaskreytingar eru komnar upp við nokkur heimahús í bænum.

Ein umfangsmesta og tígulegasta jólaskreytingin á Akureyri ár hvert er kominn á sinn stað en hún er við heimili Guðnýjar Jónsdóttur og Ragnars Sverrissonar kaupmanns í JMJ.

Alls eru fimmtíu jólaseríur í skreytingunni í ár og samanlagt eru þær hátt í kílómetri að lengd en þrjá daga tók að koma skreytingunni upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.