Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Magnús Jochum Pálsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 10. september 2025 08:57 Hrafnkell Rúnarsson er tvöfaldur Íslandsmeistari í drifti og á leið á heimsmeistaramót í íþróttinni. Íslenskur akstursíþróttamaður sem er á leið á heimsmeistaramótið í drifti í Lettlandi segir íþróttina stækka á hverju ári hér á landi. Markmið hans á mótinu sé að sýna að Íslendingar í sportinu séu til. Fyrsta Íslandsmótið í drifti fór fram árið 2009 en íþróttin gengur út á að þvinga afturenda bíls út á hlið með hjálp handbremsa eða afli í afturhjólum og þarf ökumaðurinn að hafa stjórn á bílnum í gegnum fyrirfram ákveðna braut. Íslandsmeistarinn í greininni byrjaði að keppa fyrir fjórum árum. „Ég asnaðist einhvern tímann til að fara með félaga mínum upp á braut í Hafnarfirðinum. Hann sagði mér að það hefði verið einhver drift-æfing í gangi og við fórum að skoða það, fullt af reyk og látum og það var eitthvað sem heillaði mig við þetta,“ segir Hrafnkell Rúnarsson, tvöfaldur Íslandsmeistari í drifti. Keppt við risastór lið Í drifti keppa tveir bílar í brautinni á sama tíma. Þeir fá stig út frá frammistöðunni hvernig þeim tekst að stilla bílnum upp við keilur í brautinni og fylla upp í svæði sem búið er að merkja. Hrafnkell er á leið til Lettlands á heimsmeistaramótið en tíu mann teymi fylgir honum út og aðstoðar við að halda bílnum gangandi. „Við erum að fara keppa alveg við risalið, eins og Toyota og Red Bull, úti og brautirnar sem við höfum hérna heima eru töluvert minni þannig við erum að nota allt sem við höfum í höndunum, eins og akstursherma, það er keyrt öll kvöld í því,“ segir Hrafnkell. Hann segir íþróttina stækkandi hér á landi en töluverður kostnaður fylgir því bílarnir eru gjörbreytir. Keppnisbíll Hrafnkels er rúllandi BMW-skel, allt annað er sérsmíðað eða breytt. Í Lettlandi mun Hrafnkell keppa við því allra bestu á braut sem þykir ein sú skemmtilegasta í heimi. Hann er hógvær í nálgun sinni: „Bara setja fótinn í þetta, sýna að Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka,“ Akstursíþróttir Lettland Bílar Íslendingar erlendis Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Sjá meira
Fyrsta Íslandsmótið í drifti fór fram árið 2009 en íþróttin gengur út á að þvinga afturenda bíls út á hlið með hjálp handbremsa eða afli í afturhjólum og þarf ökumaðurinn að hafa stjórn á bílnum í gegnum fyrirfram ákveðna braut. Íslandsmeistarinn í greininni byrjaði að keppa fyrir fjórum árum. „Ég asnaðist einhvern tímann til að fara með félaga mínum upp á braut í Hafnarfirðinum. Hann sagði mér að það hefði verið einhver drift-æfing í gangi og við fórum að skoða það, fullt af reyk og látum og það var eitthvað sem heillaði mig við þetta,“ segir Hrafnkell Rúnarsson, tvöfaldur Íslandsmeistari í drifti. Keppt við risastór lið Í drifti keppa tveir bílar í brautinni á sama tíma. Þeir fá stig út frá frammistöðunni hvernig þeim tekst að stilla bílnum upp við keilur í brautinni og fylla upp í svæði sem búið er að merkja. Hrafnkell er á leið til Lettlands á heimsmeistaramótið en tíu mann teymi fylgir honum út og aðstoðar við að halda bílnum gangandi. „Við erum að fara keppa alveg við risalið, eins og Toyota og Red Bull, úti og brautirnar sem við höfum hérna heima eru töluvert minni þannig við erum að nota allt sem við höfum í höndunum, eins og akstursherma, það er keyrt öll kvöld í því,“ segir Hrafnkell. Hann segir íþróttina stækkandi hér á landi en töluverður kostnaður fylgir því bílarnir eru gjörbreytir. Keppnisbíll Hrafnkels er rúllandi BMW-skel, allt annað er sérsmíðað eða breytt. Í Lettlandi mun Hrafnkell keppa við því allra bestu á braut sem þykir ein sú skemmtilegasta í heimi. Hann er hógvær í nálgun sinni: „Bara setja fótinn í þetta, sýna að Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka,“
Akstursíþróttir Lettland Bílar Íslendingar erlendis Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp