Lífið

Tölvuteiknimynd frá Disney

Lilli kjúklingur verður fyrir því óláni að misreikna valhnetu fyrir sjálfan himininn.
Lilli kjúklingur verður fyrir því óláni að misreikna valhnetu fyrir sjálfan himininn.

Það eru ekki bara hinir fullorðnu sem fá eitthvað fyrir sinn snúð um helgina. Tölvuteiknimyndin Chicken Little verður frumsýnd á föstudaginn en hún er sýnd bæði með ensku og íslensku tali. Það er teiknimyndarisinn Walt Disney sem hefur veg og vanda af myndinni en það fer að verða söknuður af alvöru teiknimyndum.

Chicken Little segir frá Lilla kjúkling sem heldur að hann hafi fengið himininn yfir sig sem reynist síðan vera valhneta. Við það verður hann að athlægi allra og skotspóni samfélagsins. Í stað þess að stinga höfðinu í sandinn ákveður Lilli að endurheimta orðspor sitt sem hetja. Þessi ákvörðun á þó eftir að hafa skrautlegar afleiðingar með sér í för enda er Lilli umkringdur ansi líflegum félögum. Það er Zach Braff sem fer með hlutverk litla kjúklingsins en meðal annarra leikara sem ljá rödd sína eru þeir Steve Zahn og Star Trek leikarann Patrick Stewart.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.