Lífið

Sýnir kaffi á striga

Bergur Thorberg sýnir stórar kaffimyndir á striga.
Bergur Thorberg sýnir stórar kaffimyndir á striga.

Bergur Thorberg myndlistarmaður hefur opnað sýningu í nýjum sýningarsal Ellu Rósinkrans á mótum Miklubrautar og Lönguhlíðar. Verkin eru öll unnin með kaffi á striga og hann hefur það háttalag við vinnu sína að hafa verkin á hvolfi á meðan hann málar.

Þetta er í fyrsta skipti sem Bergur sýnir kaffiverkin sín á striga hér heima en hann hefur sýnt þau víða um heim. Hann hefur áður haldið sýningar hér á landi á kaffiverkum sem hann málar á pappír, en þær myndir eru mun minni í sniðum en þessi verk. Galleríið er opið alla daga nema sunnudaga frá klukkan 12 til 19. Enn fremur stendur nú yfir sýning á verkum Bergs hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli og stendur hún til nóvemberloka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.