Jólin byrja hjá Kvenfélagi kaþólskra 12. nóvember 2005 08:15 Lítillæti og hógværð einkenna konurnar í Kvenfélagi kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Það er með þær eins og hundruð eða þúsundir annarra Íslendinga sem vilja láta gott af sér leiða að þeim finnst sælla að gefa en þiggja. Allt frá árinu 1921 hefur hópur kvenna og reyndar karla komið saman reglulega til að huga að málefnum þeirra sem minnst mega sín og finna leiðir til að koma þeim til aðstoðar. Raunar var upphafið að félaginu þannig að konur í kirkjunni komu saman til að gera við klæði kaþólsku prestanna. Sömu konurnar standa vaktina ár eftir ár og sú elsta er rúmlega níræð. Jólin eru tími kvenfélagsins því þá tekur lífið annan lit og klukkurnar í Kristskirkju í Landakoti hringja senn jólin inn. Allar sem ein Það er engin ein kona í kvenfélaginu sem vill frekar koma fram en önnur enda finnst þeim þær vera ein heild og vilja hafa það svoleiðis. Formaður félagsins eða réttara sagt fyrrverandi formaður þess, skýrir þetta á einfaldan hátt: "Ég varð veik og þurfti að liggja á spítala. Ég sagði mínum ágætu vinum að ég gæti ekki lengur verið formaður af þeim sökum en þær tóku það ekki í mál. Þannig að ég ákvað að við skyldum allar verða formenn og svoleiðis vil ég nú helst hafa það," segir hún. Þannig er það með konurnar að þær vilja heldur vera jafningjar en skipta sér upp í hópa og svoleiðis fer starfið fram. Á hverjum miðvikudegi koma þær saman og ræða málefni samfélagsins og kirkjunnar. Þær koma með veitingar að heiman, drekka kaffi og hlæja og skiptast á sögum. "Þetta er félagsskapur sem við viljum ekki missa. Mæður og ömmur margra okkar voru hér í kvenfélaginu og við viljum halda í þessa góðu hefð enda skiptir það mestu að geta gert eitthvað gott fyrir fólkið í samfélaginu. Kynslóðaskipti hafa oft orðið í félaginu en okkur finnst við vera orðnar of gamlar núna og okkur vantar svo fleiri góðar konur í félagið," segir önnur. Hinn árlegi jólabasar kvenfélagsins er á morgun í safnaðarheimili kaþólsku kirkjunnar við Hávallagötu og hefst að lokinni hámessu í Kristskirkju og stendur fram eftir degi. Konurnar handvinna vinningana og enginn fer tómhentur heim því engin núll eru hjá kvenfélaginu. Aðstoðuðu veikt barn Eitt málefni verður fyrir valinu á hverju ári og rennur það sem safnast til þess málefnis. "Við reynum að koma þeim sem mest þurfa á aðstoð að halda hverju sinni til hjálpar. Við styrktum nokkur ár í röð foreldra sem þurftu að fara með veikt barn til útlanda. Barnið er við góða heilsu í dag og við erum mjög glaðar yfir því að hafa getað hjálpað svona til." Það er þekkt fyrirbæri innan kaþólsku kirkjunnar að starfa í kyrrþey. Leyfa verkunum að tala og þiggja ekki athygli heldur finna gleði í sínu eigin hjarta þegar árangurinn verður sjáanlegur. En gleðina finna konurnar hver hjá annarri og það finnst þeim best. Þær heimsækja sjúka á stofnanir á sjúkrahús og reyna að aðstoða hverja aðra þegar á bjátar. Það verður ekki hjá því komist að benda á að konurnar eru allar á eldri árum en það veldur þeim ekki áhyggjum. Það veldur þeim meiri áhyggjum að þær vilja ekki að félagsskapurinn lognist út af. Félagsskapur sem hjá þeim mörgum hverjum hefur erfst milli kynslóða og hvetja því konur sem vilja láta gott af sér leiða að heimsækja þær og hjálpa til við að hjálpa öðrum. Karlarnir í félaginu Konurnar sitja ekki einar að kaffiveitingunum því nokkrir karlmenn eru í félaginu. Þeir koma að starfinu á sama hátt og konurnar. Þeir vilja helst ekki prjóna dúkkur en hjálpa á ýmsan annan hátt. Það eru breyttir tímar frá því sem áður var. Elstu konur í félaginu muna tímanna tvenna. "Maður ber virðingu fyrir prestunum í dag en áður fyrr var það með öðruvísi hætti. Ég man eftir því þegar ég var ein í strætó og biskupinn í kirkjunni gekk inn. Ég stóð upp fyrir honum. Svoleiðis var nú virðingin þá," segir sú sem fyrst var talað við og harðneitar því að vera formaður í félaginu þótt félagsmenn taki ekki annað í mál. "Það lá við að maður signdi sig þegar maður hitti prestana," segir hún. Prestarnir koma í dag að starfi félagsins, sem telst eitt elsta starfandi kvenfélagið í landinu. Þær eru ekki frá því að hætta. Vilja koma saman meðan þær hafa getu til. Á hverju ári koma upp raddir um að árið í ár sé síðasta árið sem haldinn verður basar. Því hefur verið afstýrt í jafn mörg ár og umræðan hefur komið upp. Á morgun verður því hinn árlegi jólabasar haldinn sem önnur ár og hvetja konurnar alla til að koma og fá sér kaffi og styrkja gott málefni. "Það eru ekki bara kaþólskir sem koma til okkar og fá sér kaffi og kaupa miða. Það er fólk í öllum trúfélögum og eins ólíkt að gerð og það er margt. Svoleiðis viljum við hafa það því okkur finnst það svo nauðsynlegt að fólk reyni að gefa til að gleðja aðra." Menning Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Sjá meira
Lítillæti og hógværð einkenna konurnar í Kvenfélagi kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Það er með þær eins og hundruð eða þúsundir annarra Íslendinga sem vilja láta gott af sér leiða að þeim finnst sælla að gefa en þiggja. Allt frá árinu 1921 hefur hópur kvenna og reyndar karla komið saman reglulega til að huga að málefnum þeirra sem minnst mega sín og finna leiðir til að koma þeim til aðstoðar. Raunar var upphafið að félaginu þannig að konur í kirkjunni komu saman til að gera við klæði kaþólsku prestanna. Sömu konurnar standa vaktina ár eftir ár og sú elsta er rúmlega níræð. Jólin eru tími kvenfélagsins því þá tekur lífið annan lit og klukkurnar í Kristskirkju í Landakoti hringja senn jólin inn. Allar sem ein Það er engin ein kona í kvenfélaginu sem vill frekar koma fram en önnur enda finnst þeim þær vera ein heild og vilja hafa það svoleiðis. Formaður félagsins eða réttara sagt fyrrverandi formaður þess, skýrir þetta á einfaldan hátt: "Ég varð veik og þurfti að liggja á spítala. Ég sagði mínum ágætu vinum að ég gæti ekki lengur verið formaður af þeim sökum en þær tóku það ekki í mál. Þannig að ég ákvað að við skyldum allar verða formenn og svoleiðis vil ég nú helst hafa það," segir hún. Þannig er það með konurnar að þær vilja heldur vera jafningjar en skipta sér upp í hópa og svoleiðis fer starfið fram. Á hverjum miðvikudegi koma þær saman og ræða málefni samfélagsins og kirkjunnar. Þær koma með veitingar að heiman, drekka kaffi og hlæja og skiptast á sögum. "Þetta er félagsskapur sem við viljum ekki missa. Mæður og ömmur margra okkar voru hér í kvenfélaginu og við viljum halda í þessa góðu hefð enda skiptir það mestu að geta gert eitthvað gott fyrir fólkið í samfélaginu. Kynslóðaskipti hafa oft orðið í félaginu en okkur finnst við vera orðnar of gamlar núna og okkur vantar svo fleiri góðar konur í félagið," segir önnur. Hinn árlegi jólabasar kvenfélagsins er á morgun í safnaðarheimili kaþólsku kirkjunnar við Hávallagötu og hefst að lokinni hámessu í Kristskirkju og stendur fram eftir degi. Konurnar handvinna vinningana og enginn fer tómhentur heim því engin núll eru hjá kvenfélaginu. Aðstoðuðu veikt barn Eitt málefni verður fyrir valinu á hverju ári og rennur það sem safnast til þess málefnis. "Við reynum að koma þeim sem mest þurfa á aðstoð að halda hverju sinni til hjálpar. Við styrktum nokkur ár í röð foreldra sem þurftu að fara með veikt barn til útlanda. Barnið er við góða heilsu í dag og við erum mjög glaðar yfir því að hafa getað hjálpað svona til." Það er þekkt fyrirbæri innan kaþólsku kirkjunnar að starfa í kyrrþey. Leyfa verkunum að tala og þiggja ekki athygli heldur finna gleði í sínu eigin hjarta þegar árangurinn verður sjáanlegur. En gleðina finna konurnar hver hjá annarri og það finnst þeim best. Þær heimsækja sjúka á stofnanir á sjúkrahús og reyna að aðstoða hverja aðra þegar á bjátar. Það verður ekki hjá því komist að benda á að konurnar eru allar á eldri árum en það veldur þeim ekki áhyggjum. Það veldur þeim meiri áhyggjum að þær vilja ekki að félagsskapurinn lognist út af. Félagsskapur sem hjá þeim mörgum hverjum hefur erfst milli kynslóða og hvetja því konur sem vilja láta gott af sér leiða að heimsækja þær og hjálpa til við að hjálpa öðrum. Karlarnir í félaginu Konurnar sitja ekki einar að kaffiveitingunum því nokkrir karlmenn eru í félaginu. Þeir koma að starfinu á sama hátt og konurnar. Þeir vilja helst ekki prjóna dúkkur en hjálpa á ýmsan annan hátt. Það eru breyttir tímar frá því sem áður var. Elstu konur í félaginu muna tímanna tvenna. "Maður ber virðingu fyrir prestunum í dag en áður fyrr var það með öðruvísi hætti. Ég man eftir því þegar ég var ein í strætó og biskupinn í kirkjunni gekk inn. Ég stóð upp fyrir honum. Svoleiðis var nú virðingin þá," segir sú sem fyrst var talað við og harðneitar því að vera formaður í félaginu þótt félagsmenn taki ekki annað í mál. "Það lá við að maður signdi sig þegar maður hitti prestana," segir hún. Prestarnir koma í dag að starfi félagsins, sem telst eitt elsta starfandi kvenfélagið í landinu. Þær eru ekki frá því að hætta. Vilja koma saman meðan þær hafa getu til. Á hverju ári koma upp raddir um að árið í ár sé síðasta árið sem haldinn verður basar. Því hefur verið afstýrt í jafn mörg ár og umræðan hefur komið upp. Á morgun verður því hinn árlegi jólabasar haldinn sem önnur ár og hvetja konurnar alla til að koma og fá sér kaffi og styrkja gott málefni. "Það eru ekki bara kaþólskir sem koma til okkar og fá sér kaffi og kaupa miða. Það er fólk í öllum trúfélögum og eins ólíkt að gerð og það er margt. Svoleiðis viljum við hafa það því okkur finnst það svo nauðsynlegt að fólk reyni að gefa til að gleðja aðra."
Menning Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Sjá meira