Lífið

Sigur Rós hjá O"Brien

Hljómsveitin Sigur Rós hefur ekki undan við að koma fram í frægum erlendum sjónvarpsþáttum.
Hljómsveitin Sigur Rós hefur ekki undan við að koma fram í frægum erlendum sjónvarpsþáttum.

Hljómsveitin Sigur Rós mun koma fram í skemmtiþætti Conans O"Brien á bandaríku sjónvarpsstöðinni NBC þann 8. febrúar næstkomandi. Sigur Rós er á leið í tónleikaferð um Bandaríkin sem hefst í febrúar og því var ákveðið að þekkjast boðið frá Conan.

Orðrómur hefur verið uppi um að Conan muni taka við af kvöldþætti Jays Leno á NBC árið 2009 en þáttur Conans, sem er sýndur á eftir Leno, hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár.

Fyrsta smáskífan af plötunni Takk, Hoppípolla, kemur út í Bretlandi þann 28. nóvember. Á B-hlið skífunnar er lagið Blóðnasir, auk tíu mínútna hljóðversupptöku af Hafssól, sem var samið fyrir tíu árum en hefur tekið miklum breytingum síðan þá.

Sigur Rós kom fram í þætti Jools Holland í breska ríkissjónvarpinu, BBC, á dögunum þar sem sveitin söng Hoppípolla og Blóðnasir. ­Einnig komu fram í þættinum John Cale, fyrrum meðlimur Velvet Underground, Santana og Sheryl Crow.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.