Fleiri fréttir

Verður ekki auðvelt að velja leikmannahópinn

Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins sagði í viðtölum að erfitt verði að velja leikmannahóp enska liðsins sem fer til Brasilíu næsta sumar. Margir spennandi leikmenn væru búnir að koma fram á sjónarsviðið í Úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Darren Fletcher í byrjunarliði Manchester United

Darren Fletcher, miðjumaður Manchester United og skoska landsliðsins er í byrjunarliði Manchester United í leik gegn Hull sem hófst núna klukkan 12:45. Fletcher sem hefur glímt við sáraristilsbólgu frá árinu 2011 hefur barist fyrir því að snúa aftur á fótboltavöllinn.

Mourinho finnst Arsenal leiðinlegt lið

Jose Mourinho, knattspyrnuþjálfari Chelsea liggur ekki á skoðunum sínum frekar en vanalega þótt það séu jól. Mourinho kallaði Arsenal leiðinlegt lið eftir jafntefli Arsenal og Chelsea.

Cabaye ekki á förum

Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle United er viss um að félaginu takist að halda Yohan Cabaye þrátt fyrir að hann sé orðaður við PSG og Arsenal. Pardew skellti 22 milljóna verðmiða á Cabaye og verður fróðlegt að sjá hvort eitthvað lið sé tilbúið að greiða slíka upphæð.

Arsenal aftur á sigurbraut

Arsenal náði toppsætinu aftur með 3-1 sigri á West Ham í dag. West Ham náði forskotinu í upphafi seinni hálfleiks en Theo Walcott og Lukas Podolski svöruðu með þremur mörkum á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik.

Eitt mark dugði Chelsea

Eden Hazard skoraði eina mark Chelsea í 1-0 sigri á Swansea á Stamford Bridge í dag. Með sigrinum fer Chelsea tímabundið upp fyrir Liverpool og Manchester City en þessi lið mætast á Etihad vellinum klukkan 17.30.

United sneri taflinu við á KC Stadium

Þrátt fyrir að vera 2-0 undir eftir þrettán mínútur náðu lærisveinar David Moyes að snúa taflinu við og næla í þrjú stig á útivelli. United hefur unnið þrjá leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Flýtti brúðkaupinu í von um sæti í landsliðshóp Englands

Adam Lallana virðist ekki ætla að gefa upp vonina að vera í flugvélinni sem fer með enska landsliðið til Brasilíu á HM á næsta ári. Lallana sem hefur staðið sig vel með Southampton á tímabilinu spilaði fyrsta landsleik sinn í nóvember.

Napoli hefur áhuga á Vermaelen

Dries Mertens, belgíski kantmaður Napoli hefur viðurkennt að hann sé búinn að reyna að sannfæra Thomas Vermaelen, leikmann Arsenal að koma til Napoli.

Redknapp hefur trú á Sherwood

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri QPR og fyrrum stjóri Tottenham Hotspur er viss um að ráðning félagsins Tim Sherwood hafi verið rétt skref.

Lukaku blæs á sögusagnir um ósætti

Romelu Lukaku hefur blásið á sögusagnir að samband hans og Jose Mourinho sé stirt. Lukaku fór á lán til Everton á þessu tímabili og hefur staðið sig vel í Bítlaborginni.

Starf Mackay enn í hættu

Starf Malky Mackay,knattspyrnustjóra Cardiff er ekki enn öruggt. Stjórnarformaður Cardiff City talaði við fjölmiðla í dag um að ef deilurnar fari ekki að leysast munu þeir neyðast til þess að finna nýjan stjóra.

Fótbolti snýst um að skora mörk

Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City býst við erfiðum leik gegn Liverpool á Etihad á morgun. Með sigri kemst Manchester City upp fyrir Liverpool í deildinni.

Barkley ekki til sölu

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton hefur gefið út einfalda yfirlýsingu. Ross Barkley, miðjumaður liðsins er ekki til sölu, sama hvert boðið er.

Moyes styður við bakið á Januzaj

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United telur að of mikið sé gert úr meintum leikaraskap Adnan Januzaj, leikmanni Manchester United. Januzaj sem skaust fram á sviðsljósið á þessu tímabili fékk sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap um helgina.

Curbishley snýr aftur í enska boltann

Alan Curbishley, fyrrverandi knattspyrnustjóri Charlton og West Ham hefur verið ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi aðalliðs Fulham. Curbishley mun vinna með René Meulensteen, knattspyrnustjóra Fulham að því að halda sæti Fulham í ensku úrvalsdeildinni.

Dempsey lánaður til Fulham

Eins og við var búist hefur framherjinn Clint Dempsey gert lánssamning við Fulham. Hann mun verða í láni hjá félaginu næstu tvo mánuðina en hann er leikmaður Seattle Sounders í Bandaríkjunum.

Ekki slæmt að ná í stig hér

John Terry, fyrirliði Chelsea, sagði að það hefði verið jákvætt að ná í stig gegn Arsenal á sterkum útivelli í kvöld.

Stjóri Gylfa tekur á agaleysi

Þrátt fyrir að hafa aðeins verið ráðinn til bráðabirgða er Tim Sherwood strax farinn að taka til hendinni hvað agamál snertir hjá Tottenham.

Stungið í steininn

Lögreglumenn þurftu að hafa mikið fyrir því að koma James Tomkins útaf skemmtistað í Brentwood í gærmorgun.

Mourinho finnur til með Villas-Boas

Samband þeirra Jose Mourinho, stjóra Chelsea, og Andre Villas-Boas, fyrrum stjóra Spurs, hefur ekki verið gott upp á síðkastið og Villas-Boas staðfesti um daginn að þeir væru ekki vinir lengur.

Wenger hissa á stöðunni hjá Cole

Arsene Wenger viðurkenndi í fjölmiðlum í dag að hann skilji ekki afhverju Ashley Cole, vinstri bakvörður Chelsea, væri búinn að missa sæti sitt í liðinu. Cole lék undir stjórn Wenger með Arsenal í sjö ár áður en hann færði sig yfir til Chelsea.

Cabaye þakkar gulum búningum gott útivallargengi

Yohan Cabaye, miðjumaður Newcastle hefur einfalda skýringu á góðu útivallargengi liðsins á þessu tímabili, þeir einfaldlega tapa ekki í nýju gulu útibúningum liðsins. Newcastle lagði Crystal Palace af velli 3-0 í gær og hefur unnið alla þrjá leiki liðsins í gulu treyjunni á þessu tímabili.

Rodgers telur City sigurstranglegast

Þrátt fyrir að Liverpool sé í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar telur Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri liðsins að Manchester City sé líklegasta liðið til að vinna deildina á þessu tímabili.

Moyes útilokar kaup á framherja

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United hefur útilokað að liðið muni kaupa framherja í janúarglugganum. Radamel Falcao og Diego Costa hafa meðal annars verið orðaðir við Manchester United á tímabilinu.

Fimm mörk í fyrsta deildarleik Sherwood með Tottenham

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allar nítíu mínútur leiksins í 3-2 sigri Tottenham gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Emmanuel Adebayor virðist vera að vakna til lífsins en hann skoraði tvö mörk fyrir Tottenham í dag.

Pellegrini: Vissum að þetta yrði erfitt

Það var mikið fjör í leik Fulham og Man. City í dag. Sex mörk voru skoruð og Man. City skoraði fjögur þeirra. Liðið er fyrir vikið komið upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Moyes: Hefði viljað halda hreinu

David Moyes, stjóri Man. Utd, gat leyft sér að brosa eftir leik í dag og fer þokkalega sáttur inn í jólin eftir góðan sigur sinna manna á West Ham.

Barton fékk glórulaust rautt spjald

Knattspyrnukappinn Joey Barton er orðinn 31 árs gamall en hann virðist seint ætla að þroskast. Barton fékk að líta rautt spjald fyrir kjánaskap í dag.

Mackay ætlar ekki að segja upp

"Dead man walking," er orðatiltækið þegar rætt er um Malky Mackay, stjóra Cardiff, þessa dagana. Honum hefur verið boðið upp á tvo möguleika. Segja upp eða vera rekinn.

Engin jólastemning ennþá hjá Gylfa

"Ég var einmitt að spá í þetta í morgun að það eru bara fjórir dagar til jóla. Mér líður hins vegar eins og það sé enn þá október eða nóvember,“ svarar knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson spurður hvort jólabarnið sé komið upp í honum. "Ég kemst ekki í jólafíling alveg strax.“

Gylfi: Þetta snýst ekkert um hver er frekastur

Gylfi Þór Sigurðsson vonar að stjóraskipti muni hafa góð áhrif á leiktíma sinn og hlutverk hjá Tottenham. Spyrnusérfræðingurinn var tvær vikur að jafna sig á tapi landsliðsins gegn Króatíu. Von er á jólastemningunni til Lundúna með fjölskyldunni í dag.

Sjá næstu 50 fréttir