Enski boltinn

Eitt mark dugði Chelsea

Mynd/NordicPhotos/Getty
Eden Hazard skoraði eina mark Chelsea í 1-0 sigri á Swansea á Stamford Bridge í dag. Með sigrinum fer Chelsea tímabundið upp fyrir Liverpool og Manchester City en þessi lið mætast á Etihad vellinum klukkan 17.30.

Þrátt fyrir að Swansea væri meira með boltann í leiknum var það Chelsea sem var betri aðilinn í leiknum. Eina mark leiksins kom um miðjan fyrri hálfleik þegar Eden Hazard kom inn af vinstri kantinum og átti fast skot sem Gerhard Tremmel hefði átt að verja en réð ekki við.

Leikmenn Chelsea fengu nokkur ágætis færi til að gera út um leikinn í seinni hálfleik en Tremmel stóð vakt sína vel í markinu eftir fyrsta markið. Swansea átti aðeins eitt skot á markið í leiknum og ógnaði aldrei af alvöru forskoti Chelsea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×