Enski boltinn

Stjóri Gylfa tekur á agaleysi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gylfi og félagar fagna marki gegn Southampton um helgina.
Gylfi og félagar fagna marki gegn Southampton um helgina. Nordicphotos/Getty
Þrátt fyrir að hafa aðeins verið ráðinn til bráðabirgða er Tim Sherwood strax farinn að taka til hendinni hvað agamál snertir hjá Tottenham.

Andre Villas-Boas var sem kunnugt er rekinn úr starfi knattspyrnustjóra enska úrvalsdeildarfélagsins í byrjun síðustu viku. Sherwood, sem var þjálfari aðalliðsins í tíð Villas-Boas, tók við liðinu á meðan leit að nýjum stjóra stendur yfir.

Danny Rose, vinstri bakvörður Spurs, segir í viðtali við Telegraph að þrátt fyrir enga reynslu sem knattspyrnustjóri sé ljóst að enginn komist upp með neina vitleysu hjá Sherwood.

„Á fyrstu æfingunni hans skokkuðu tveir leikmenn of seint út á völlinn. Hann kallaði okkur saman og sagði um óviðunandi hegðun að ræða,“ segir Rose.

Sherwood á að hafa gefið út lista yfir reglur sem leikmenn verða að fylgja undir hans stjórn.

„Stundvísi, þegar við borðum saman, liðsfundir og hlutir úti á æfingavellinum líka. Þegar hann talar eigum við að hlusta,“ segir Rose sáttur við nýju reglurnar.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur spilað níutíu mínútur í tveimur fyrstu leikjunum undir stjórn Sherwood.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×