„Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. ágúst 2025 21:11 Aron Pálmarsson kvaddi handboltaferilinn í kvöld. Vísir/Anton Brink Aron Pálmarsson batt enda á langan og farsælan handboltaferil í sérstökum kveðjuleik í Kaplakrika í kvöld þar sem FH tók á móti ungverska stórliðinu Veszprém. Þetta var leikur þaar sem úrslitin skiptu nákvæmlega engu máli, en fyrir áhugasama vann Veszprém tíu marka sigur, 22-32. Stúkurnar tvær í Kaplakrika voru troðfullar á leik kvöldsins og líklega er óhætt að fullyrða að hver einasti gestur í húsinu hafi verið mættur til að kveðja goðsögnina Aron Pálmarsson, frekar en að greina leik FH og Veszprém fyrir komandi tímabil. „Þetta var frekar óraunverulegt,“ sagði Aron í stuttu viðtali við Vísi eftir leik. „Fyrst þegar var ákveðið að halda þennan leik hérna þá gerði maður sér aldrei grein fyrir því að við myndum selja upp. Svo er maður aðeins búinn að átta sig á þessu síðustu daga, hvað maður hefur skilið eftir og snert marga,“ bætti Aron við. „Þetta var bara mikið stress, spenna og gleði og pínu sorg. Bara geðveikt, sko.“ Hann þvertekur einnig fyrir það að draga skóna fram á nýjan leik í vetur, þrátt fyrir að hafa haft virkilega gaman að því að mæta til leiks í kvöld. „Maður er ekki það barnalegur,“ sagði Aron. „En þetta var samt virkilega gaman. Kannski var þetta svona gaman af því að ég vissi að þetta var síðasti leikurinn. En nei, þetta kítlaði ekki neitt.“ „Þetta var bara stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld. Leikurinn var líka skemmtilegur, og þá sérstaklega seinni hálfleikur. Það var gaman að fá alvöru leik. Það var ekkert svona grín eitthvað þó það hafi verið ein djók sókn og eitthvað þannig. Þetta var bara ógeðslega skemmtilegt og ég er þvílíkt stoltur að klára þetta svona.“ Aron lék nokkrar sóknir í treyju Veszprém.Vísir/Anton Brink Skiptir máli að skilja eitthvað jákvætt eftir sig Þá kom Aron einnig til skila skilaboðum til ungra leikmanna sem hafa litið upp til hans í gegnum tíðina og stefna á atvinnumannaferil í handbolta, en sjálfur lék Aron í rúm fimmtán ár í atvinnumennsku. „Það sem ég hef tekið eftir síðustu tvo daga er að maður er að fá mikið af skilaboðum frá fólki og félögum og annað sem eru ekkert endilega að tala mikið um gæðin í handboltanum. Þó svo að þau tali um að það segi sig sjálft, en þau tala mikið um persónuna og hvað maður skildi mikið eftir þar. Það er eiginlega það sem ég er fáránlega stoltur af,“ sagði Aron. „Mig grunaði það ekki neitt. Þó svo að maður reyni alltaf að vera kurteis og haga sér almennilega. Það finnst mér alveg magnað að sjá að kannski 90 prósent af kveðjunum snúast um það og ég er ekkert smá stoltur af því. Titlarnir og öll gleðin sem þeim fylgja, maður eiginlega pælir ekkert í því núna. Kannski þarf maður að sjá það á blaði.“ „En það er eiginlega bara þetta. Að vera góð manneskja og svo er þetta bara eins og í öllu að það þarf að leggja mikið á sig. Engar afsakanir.“ Ólympíuleikarnir standa upp úr Nú þegar ferli Arons er formlega lokið er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg. Óhætt er að segja að ferill Arons hafi verið farsæll og titlarnir sem hann hefur unnið eru í raun of margir til að fara að telja upp hér. Hann segir það þó ekki vera titil sem standi upp úr á ferlinum. „Það er í rauninni ekki titill, það eru Ólympíuleikarnir. Þó að þeir hafi ekki farið eins og við vildum þá var það bara að fá að upplifa það,“ sagði Aron. „Ef það eru einhverjir titlar sem standa upp úr þá er það auðvitað Meistaradeildin og allt það, en ég verð að segja titillinn sem við unnum á markatölu í Þýskalandi. Hann var eiginlega sá sætasti.“ „Svo auðvitað að koma heim og vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það var allt öðruvísi að vinna titilinn með áhugamannaliði þar sem er kannski meiri ástríða og það var bara geðveikt að fá að upplifa þetta. Og að fá að upplifa þetta á svona marga vegu,“ sagði Aron að lokum. FH Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
Þetta var leikur þaar sem úrslitin skiptu nákvæmlega engu máli, en fyrir áhugasama vann Veszprém tíu marka sigur, 22-32. Stúkurnar tvær í Kaplakrika voru troðfullar á leik kvöldsins og líklega er óhætt að fullyrða að hver einasti gestur í húsinu hafi verið mættur til að kveðja goðsögnina Aron Pálmarsson, frekar en að greina leik FH og Veszprém fyrir komandi tímabil. „Þetta var frekar óraunverulegt,“ sagði Aron í stuttu viðtali við Vísi eftir leik. „Fyrst þegar var ákveðið að halda þennan leik hérna þá gerði maður sér aldrei grein fyrir því að við myndum selja upp. Svo er maður aðeins búinn að átta sig á þessu síðustu daga, hvað maður hefur skilið eftir og snert marga,“ bætti Aron við. „Þetta var bara mikið stress, spenna og gleði og pínu sorg. Bara geðveikt, sko.“ Hann þvertekur einnig fyrir það að draga skóna fram á nýjan leik í vetur, þrátt fyrir að hafa haft virkilega gaman að því að mæta til leiks í kvöld. „Maður er ekki það barnalegur,“ sagði Aron. „En þetta var samt virkilega gaman. Kannski var þetta svona gaman af því að ég vissi að þetta var síðasti leikurinn. En nei, þetta kítlaði ekki neitt.“ „Þetta var bara stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld. Leikurinn var líka skemmtilegur, og þá sérstaklega seinni hálfleikur. Það var gaman að fá alvöru leik. Það var ekkert svona grín eitthvað þó það hafi verið ein djók sókn og eitthvað þannig. Þetta var bara ógeðslega skemmtilegt og ég er þvílíkt stoltur að klára þetta svona.“ Aron lék nokkrar sóknir í treyju Veszprém.Vísir/Anton Brink Skiptir máli að skilja eitthvað jákvætt eftir sig Þá kom Aron einnig til skila skilaboðum til ungra leikmanna sem hafa litið upp til hans í gegnum tíðina og stefna á atvinnumannaferil í handbolta, en sjálfur lék Aron í rúm fimmtán ár í atvinnumennsku. „Það sem ég hef tekið eftir síðustu tvo daga er að maður er að fá mikið af skilaboðum frá fólki og félögum og annað sem eru ekkert endilega að tala mikið um gæðin í handboltanum. Þó svo að þau tali um að það segi sig sjálft, en þau tala mikið um persónuna og hvað maður skildi mikið eftir þar. Það er eiginlega það sem ég er fáránlega stoltur af,“ sagði Aron. „Mig grunaði það ekki neitt. Þó svo að maður reyni alltaf að vera kurteis og haga sér almennilega. Það finnst mér alveg magnað að sjá að kannski 90 prósent af kveðjunum snúast um það og ég er ekkert smá stoltur af því. Titlarnir og öll gleðin sem þeim fylgja, maður eiginlega pælir ekkert í því núna. Kannski þarf maður að sjá það á blaði.“ „En það er eiginlega bara þetta. Að vera góð manneskja og svo er þetta bara eins og í öllu að það þarf að leggja mikið á sig. Engar afsakanir.“ Ólympíuleikarnir standa upp úr Nú þegar ferli Arons er formlega lokið er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg. Óhætt er að segja að ferill Arons hafi verið farsæll og titlarnir sem hann hefur unnið eru í raun of margir til að fara að telja upp hér. Hann segir það þó ekki vera titil sem standi upp úr á ferlinum. „Það er í rauninni ekki titill, það eru Ólympíuleikarnir. Þó að þeir hafi ekki farið eins og við vildum þá var það bara að fá að upplifa það,“ sagði Aron. „Ef það eru einhverjir titlar sem standa upp úr þá er það auðvitað Meistaradeildin og allt það, en ég verð að segja titillinn sem við unnum á markatölu í Þýskalandi. Hann var eiginlega sá sætasti.“ „Svo auðvitað að koma heim og vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það var allt öðruvísi að vinna titilinn með áhugamannaliði þar sem er kannski meiri ástríða og það var bara geðveikt að fá að upplifa þetta. Og að fá að upplifa þetta á svona marga vegu,“ sagði Aron að lokum.
FH Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira