Enski boltinn

Mourinho finnur til með Villas-Boas

Félagarnir á góðri stund.
Félagarnir á góðri stund.
Samband þeirra Jose Mourinho, stjóra Chelsea, og Andre Villas-Boas, fyrrum stjóra Spurs, hefur ekki verið gott upp á síðkastið og Villas-Boas staðfesti um daginn að þeir væru ekki vinir lengur.

Það þóttu nokkur tíðindi enda var Mourinho með Villas-Boas undir sínum verndarvæng lengi. Jose segist engu að síður finna til með sínum gamla vini sem var rekinn um daginn.

"Auðvitað finn ég til með honum. Er þeir gáfu honum langan samning var það traustsyfirlýsing á hans störfum. Svo gengur illa í smá tíma og það finnst mér ekki vera næg ástæða til þess að skipta um stjóra," sagði Mourinho.

"Það kemur mér samt ekkert á óvart í boltanum lengur. Ég veit ekki hvað var að gerast. Ég hef rætt við Andre þrisvar sinnum á síðustu sex mánuðum. Ég sagði honum síðast að hafa ekki áhyggjur. Það kæmi annað starf og hann ætti að njóta jólanna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×