Enski boltinn

Fimm mörk í fyrsta deildarleik Sherwood með Tottenham

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allar nítíu mínútur leiksins í 3-2 sigri Tottenham gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Emmanuel Adebayor virðist vera að vakna til lífsins en hann skoraði tvö mörk fyrir Tottenham í dag.

Adam Lallana skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Southampton með góðu skoti utan teigsins en gestirnir voru fljótir að svara, Emmanuel Adebayour sem er kominn aftur í byrjunarlið Tottenham afgreiddi þá góða fyrirgjöf frá Soldado.

Jos Hooiveld varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í upphafi seinni hálfleiks og Tottenham náði forskotinu en það entist ekki lengi, Rickie Lambert jafnaði fimm mínútum seinna eftir góðan undirbúning frá Lallana. Það var svo Adebayour sem skoraði sigurmark leiksins eftir klaufagang í vítateig heimamanna örfáuum mínútum seinna.

Emmanuel Adebayour átti góðan leik í framlínu Tottenham og er með mörkunum í dag kominn með 85 mörk í ensku úrvalsdeildinni og skaust þar með upp fyrir Cristiano Ronaldo og Carlos Tevez á markalista ensku úrvalsdeildarinnar. Með sigrinum fer Tottenham aftur upp fyrir Manchester United í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 30 stig.

Southampton heldur áfram að tapa stigum eftir gott gengi í upphafi tímabils, þeir hafa aðeins fengið fimm stig úr síðustu sjö leikjum og sitja í níunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×