Enski boltinn

Mackay ætlar ekki að segja upp

Malky Mackay.
Malky Mackay.
"Dead man walking," er orðatiltækið þegar rætt er um Malky Mackay, stjóra Cardiff, þessa dagana. Honum hefur verið boðið upp á tvo möguleika. Segja upp eða vera rekinn.

Hinn skrautlegi eigandi Cardiff, Vincent Tan, sendi honum tölvupóst þar sem þessir afarkostir voru útlistaðir. Mackay ætlar ekki að hætta og bíður því í raun eftir að vera rekinn.

Það er mikil spenna í höfuðstöðvum Cardiff út af þessu máli og það skiljanlega. Talið er að Cardiff sé þegar búið að ræða við eina fjóra stjóra um að taka við liðinu.

Mackay verður væntanlega á hliðarlínunni eftir nokkrar mínútur er Cardiff spilar við Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×