Enski boltinn

Pellegrini: Vissum að þetta yrði erfitt

Manuel Pellegrini.
Manuel Pellegrini.
Það var mikið fjör í leik Fulham og Man. City í dag. Sex mörk voru skoruð og Man. City skoraði fjögur þeirra. Liðið er fyrir vikið komið upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

"Leikir í ensku úrvalsdeildinni eru alltaf jafnir og erfiðir. Sérstaklega þegar heimaliðið er í vandræðum og þarf að taka stigin sín þar. Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt," sagði Manuel Pellegrini, stjóri Man. City.

"Er þeir minnkuðu muninn í 2-1 þá vorum við búnir að fá tækifæri til þess að ganga frá leiknum. Við vorum óheppnir er þeir jafna, það var ótrúlegt sjálfsmark en það var mikilvægt fyrir okkur að komast strax aftur í gang.

"Í stöðunni 2-2 voru þeir að spila betur en við. Við vorum stressaðir og ekki að spila eins og við eigum að okkur."

Joe Hart snéri aftur í markið hjá City í dag eftir marga leiki á bekknum.

"Mér fannst hann standa sig vel. Þetta voru ekki auðveldar aðstæður í dag en Joe átti mjög fínan leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×