Enski boltinn

Hefð fyrir því að grenja hjá Arsenal

Mourinho fer ekki í felur með skoðanir sínar.
Mourinho fer ekki í felur með skoðanir sínar. nordicphotos/getty
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, gaf ekki mikið fyrir vælið í leikmönnum Arsenal eftir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Stjóri og leikmenn Arsenal vildu sjá rautt spjald á John Obi Mikel fyrir tæklingu í fyrri hálfleik. Fleiri atvik fóru í taugarnar á Arsenal.

"Þeim finnst gott að grenja. Það er hefð fyrir þessu væli hjá þeim. Englendingar, eins og Frank Lampard, myndu aldrei standa í slíku," sagði Mourinho beittur eftir leik.

"Leikmenn frá ákveðnum löndum hafa það í blóðinu að grenja svona. Útlendingar koma með margt gott í enska boltann en ég vil hafa ensk áhrif í leiknum og þar er tekið á því.

"Knattspyrna er leikur með snertingu. Hér er leikið í snjó og bleytu. Það er tekist á. Menn eiga að leika með stolti og taka á því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×