Enski boltinn

Everton stefnir á taplaust ár á Goodison

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heima er best stendur einhvers staðar skrifað og það á svo sannarlega við um heimavöll Everton, Goodison Park.

Bláklæddu strákarnir frá Liverpool hafa ekki tapað í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2013. Síðasti tapleikurinn kom 30. desember 2012 þegar Chelsea vann 2-1 sigur. Síðan hefur Everton unnið 12 leiki og gert fimm jafntefli. Liðið hafnaði í 6. sæti deildarinnar í vor og situr í dag í fjórða sæti.

Til að ljúka árinu 2013 taplausir þurfa strákarnir í Bítlaborginni að standa sig í heimaleikjum gegn Sunderland á annan dag jóla og þegar Southampton mætir í heimsókn þann 29. desember.

Everton vann 2-1 útisigur á Swansea um helgina þar sem bláklæddu strákarnir skoruðu tvö stórglæsileg mörk. Mörkin má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×