Enski boltinn

Barton fékk glórulaust rautt spjald

Knattspyrnukappinn Joey Barton er orðinn 31 árs gamall en hann virðist seint ætla að þroskast. Barton fékk að líta rautt spjald fyrir kjánaskap í dag.

Hann fékk gult spjald á 84. mínútu leiks QPR og Leicester í dag. Það var fyrir brot á Gary Taylor-Fletcher. Aðeins mínútu síðar fékk Barton annað gult fyrir að sparka boltanum í sama mann. Afar skynsamlegt.

Leicester vann leikinn, 0-1, og komst upp að hlið QPR í öðru til þriðja sætið ensku B-deildarinnar. Þar er Burnley á toppnum með stigi meira en Leicester og QPR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×