Enski boltinn

Wenger hissa á stöðunni hjá Cole

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ashley Cole í leik gegn Sunderland á þriðjudaginn
Ashley Cole í leik gegn Sunderland á þriðjudaginn Mynd/Gettyimages
Arsene Wenger viðurkenndi í fjölmiðlum í dag að hann skyldi ekki afhverju Ashley Cole, vinstri bakvörður Chelsea væri búinn að missa sæti sitt í liðinu. Cole lék undir stjórn Wenger með Arsenal í sjö ár áður en hann færði sig yfir til Chelsea.

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea hefur notast við Cesar Azpilicueta í vinstri bakvarðarstöðunni í síðustu leikjum og gaf hann út að Azpilicueta myndi byrja leikinn gegn Arsenal á morgun. Cole hefur legið undir gagnrýni á tímabilinu og virðist einnig hafa misst sæti sitt í enska landsliðinu til Leighton Baines.

„Þetta kemur mér á óvart, Ashley stendur sig alltaf frábærlega í stóru leikjunum. Hvort hann sé besti vinstri bakvörður Englendinga veit ég ekki, þið verðið að spurja Roy Hodgson að því,"

Enskir fjölmiðlar greindu frá því fyrr í dag að Cole velti jafnvel fyrir sér að hætta knattspyrnuiðkun í lok þessarar leiktíðar eftir Heimsmeistarakeppnina í Brasilíu næsta sumar. Cole hefur leikið 106 leiki fyrir enska landsliðið og unnið allar keppnir heima fyrir sem og bæði Meistaradeildina og Evrópudeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×