Enski boltinn

Fellaini frá í sex vikur í viðbót

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fellaini og Adnan Januzaj í heimsókn á spítala í Manchester á dögunum.
Fellaini og Adnan Januzaj í heimsókn á spítala í Manchester á dögunum. Nordicphotos/Getty
Marouane Fellaini, miðjumaður Manchester United, þurfti að gangast undir aðgerð á rist. Hann verður frá keppni í sex vikur af þeim sökum.

David Moyes, stjóri United, hafði vonast til þess að Belginn yrði til taks í jólatörninni. Fellaini hafði spilað með gifs á hendi en fékk þau skilaboð að aðgerð yrði ekki umflúin.

Fellaini hafði áður verið frá keppni vegna bakmeiðsla og ekkert spilað síðan í 1-0 tapinu gegn Everton á Old Trafford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×