Enski boltinn

Stungið í steininn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
James Tomkins í baráttu við Chicharito á laugardaginn.
James Tomkins í baráttu við Chicharito á laugardaginn. Nordicphotos/Getty
Lögreglumenn þurftu að hafa mikið fyrir því að koma James Tomkins útaf skemmtistað í Brentwood í gærmorgun. Mirror greinir frá.

Varnarmaður West Ham var með mikil læti, svo mikil að kalla þurfti til lögreglu. Hann var færður í fangelsi og í kjölfarið ákærður fyrir þrjá hluti. Tomkins er gefið að sök að hafa ráðist á lögregluþjón, veitt viðnám við handtöku og verið ofurölvi á almannafæri.

Tomkins spilaði með West Ham í 3-1 tapinu gegn Manchester United á laugardaginn. Hann fékk gult spjald í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×