Enski boltinn

Verður ekki auðvelt að velja leikmannahópinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Joachim Löw og Roy Hodgson
Joachim Löw og Roy Hodgson Mynd/Gettyimages
Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins sagði í viðtölum að erfitt verði að velja leikmannahóp enska liðsins sem fer til Brasilíu næsta sumar. Margir spennandi leikmenn væru búnir að koma fram á sjónarsviðið í Úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Á tímabilinu hafa leikmenn líkt og Ravel Morrison og  Andros Townsend sprungið út og fengið ábyrgðamikil hlutverk í sínum liðum.

„Allir leikmennirnir eru búnir að vera að spila vel en ég hef sérstaklega gaman af því að sjá ungu strákanna fá aukið hlutverk. Maður sér sterka enska kjarna í mörgum liðum í Úrvalsdeildinni sem er jákvætt. Ef ég þyrfti að velja hópinn í dag þyrfti ég að hugsa mig vel um,“

Nokkrir leikmenn eru meiddir í dag en Hodgson er rólegur yfir því.

„Ég er rólegur núna en þegar nær dregur fara taugarnar mínar af stað þegar ég horfi á leikina. Við erum í erfiðum riðli en við höfum trú á að við getum farið upp úr honum, það eru engir auðveldir riðlar á HM,“ sagði Hodgson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×