Enski boltinn

Þetta bíður fótboltaáhugamanna landsins í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Öll átjánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram í dag annan dag jóla. Einn leikur er í hádeginu og einn seinni partinn en átta af tíu leikjum dagsins hefjast klukkan 15.00.

Fjörið hefst á KC Stadium í Hull. Steve Bruce, fyrrum fyrirliði Manchester United, tekur á móti sínum gamla liði ásamt lærisveinum sínum í Hull. Hull hefur ekki unnið United síðan 1974.

Arsenal, Chelsea, Tottenham og Cardiff spila öll klukkan þrjú en vonandi halda þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson sæti sínu í byrjunarliðinum Spurs og Cardiff.

Lokaleikur dagsins er síðan stórleikur Manchester City og Liverpool. City hefur unnið alla heimaleiki sína á tímabilinu og Liverpool-maðurinn Luis Suarez hefur skorað tíu mörk í desember. Það verður því eitthvað að láta undan.

Hvar get ég séð minn leik í ensku úrvalsdeildinni í dag?

12:45     Hull - Man. United - Stöð 2 Sport 2 og Sport 2 HD

15:00     Tottenham - WBA - Stöð 2 Sport 2 og Sport 2 HD

15:00     West Ham - Arsenal - Stöð 2 Sport 3

15:00     Cardiff - Southampton  - Stöð 2 Sport 4     

15:00     Chelsea - Swansea   - Stöð 2 Sport 5    

15:00     Everton - Sunderland  - Stöð 2 Sport 6

15:00     Newcastle - Stoke  - Stöð 2 Sport og Sport HD

15:00     Aston Villa - C. Palace - Opin dagskrá á Stöð 3     

15:00     Norwich - Fulham - Opin dagskrá á Vísir.is

17:30     Man.City - Liverpool - Stöð 2 Sport 2 og Sport 2 HD

Hér fyrir ofan má kynningarmynd ensku úrvalsdeildarinnar á leikjum dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×