Enski boltinn

Arsenal mistókst að endurheimta toppsætið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordicphotos/Getty
Arsenal og Chelsea gerðu markalaust jafntefli á Emirates-leikvanginum í Lundúnarslag í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þar með er ljóst að Liverpool verður á toppi ensku úrvalsdeildarinnar um jólin. Liðið er með 36 stig, rétt eins og Arsenal, en með betra markahlutfall.

Chelsea er í fjórða sætinu með 34 stig, einu stigi á eftir Manchester City sem tekur á móti Liverpool á öðrum degi jóla.

Leikurinn í kvöld var ekki mikil skemmtun. Frank Lampard skaut í slá í fyrri hálfleik eftir laglega sendingu Eden Hazard en það reyndist besta færi gestanna í leiknum.

Olivier Giroud fékk svo gott tækifæri til þess að tryggja Arsenal öll stigin í seinni hálfleik en skot hans af stuttu færi framhjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×