Enski boltinn

Mourinho finnst Arsenal leiðinlegt lið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jose Mourinho og Arsene Wenger
Jose Mourinho og Arsene Wenger Mynd/Gettyimages
Jose Mourinho, knattspyrnuþjálfari Chelsea liggur ekki á skoðunum sínum frekar en vanalega þótt það séu jól. Mourinho kallaði Arsenal leiðinlegt lið eftir jafntefli Arsenal og Chelsea.

Baulað var á leikmenn Chelsea eftir leikinn af stuðningsmönnum Arsenal sem kölluðu boring boring Chelsea á lærisveina Jose Mourinho. Mourinho var fljótur að verja sína menn.

„Að mínu mati er lið sem spilar á heimavelli og getur ekki skorað er leiðinlegt lið, ef einhverjir voru leiðinlegir í þessum leik þá var það Arsenal því Petr Cech varði ekki skot í leiknum.“

„Ef þú ætlar að fylla völlinn þinn í veðri líkt og var á mánudaginn þá er eins gott að þú ætlir að sækja til sigurs. Það er enginn í heiminum sem fer á heimaleik og býst við tapleik,“

Jose Mourinho nýtti tækifærið og skaut á Liverpool í sama viðtali.

„Þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu sem við fáum viku til að undirbúa okkur fyrir leik, það var gott fyrir liðið að fá viku líkt og Liverpool fær í hverri viku,“ sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×