Enski boltinn

Moyes útilokar kaup á framherja

Kristinn Páll Teitsson skrifar
David Moyes
David Moyes Mynd/Gettyimages
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United hefur útilokað að liðið muni kaupa framherja í janúarglugganum. Radamel Falcao og Diego Costa hafa meðal annars verið orðaðir við Manchester United á tímabilinu.

Moyes telur núverandi sóknarlínu nægilega öfluga og telur meiri þörf að styrkja liðið á öðrum sviðum en talið er líklegt að Manchester United muni reyna að næla í Leighton Baines.

„Við erum ekki að leita að framherja, við erum með Van Persie, Rooney, Hernandez og Welbeck ásamt því að Kagawa geti spilað upp á topp. Það er auðvelt að henda fram nafni en það er oft annað mál hvort leikmaðurinn henti félaginu,"

Moyes staðfesti að hann myndi reyna að styrkja liðið en vildi ekki lofa nýjum leikmönnum.

„Við munum líta á skotmörk en ég get engu lofað hingað til. Margir af leikmönnunum sem við höfum áhuga á eru ekki til sölu í janúar en við munum gera okkar besta," sagði Moyes að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×